miðvikudagur, 14. október 2015

Spurning: Hver verður framtíðin fyrir mín störf

Endurrit af fundi 9. apríl. 2011.

Hér þurfum við að fara dýpra inn í sálu hvers og eins þar sem við lútum alltaf frjálsum vilja einstaklings og að því sögðu verður hver og einn að fylgja sínu lífsviðhorfi í vinnu fyrir okkur og hvert hugur hans leitar og við styðjum þá ákvörðun en það er mikill misskilningur að við séum einskonar fararstjórar mun fremur hjálparhellur fyrir þá leið sem sálin hafði ákveðið áður en hún fór í jarðvistina.

Það er erfitt að ræða framtíðina í smáatriðum fyrirfram en fer eftir því hvaða verkefnum sálin hafði ákveðið að framkvæma og klára þau en þegar menn hunsa brjóstvitið og fara sínar eigin leiðir verður allt ómarkvisst og erfitt fyrir okkur að leiðbeina.

Þegar hugurinn stefnir í eina átt fer hann að framkalla til sín opnanir á vissum sviðum og við hjálpum til en í þínu tilfelli fast mótuð og þú getur sjálfur stýrt hvernig þú vilt vinna úr tengingum en nægt hjálparlið er til staðar fyrir þig.

Sem dæmi um breytingu má nefna að kirkjan sl.mánudag var mjög sérstök, þú vel innstilltur þannig að við gátum gert mun meira og dýpra en við töldum fyrst sérstaklega fyrir ættingja okkar megin sem ekki eiga þess kost að koma að með svona hætti og þessum hópi fer fjölgandi ásamt því að margir hópar fylgjast með þinni vinnu til að læra fyrir vinnu með sínum farvegum enda ertu kennari í þessum fræðum.

Spurning: Er ósonlagið okkur hættulegt hér á landi ?

Svar: Ósonlagið skiptir okkur engu máli en ykkur öllu máli, en hér á landi þurfið þið ekki að óttast neitt en vanhirða við jörðina er slík að þið eruð sjálf að eyða ósonlaginu hægt, og verður að stöðva ykkur.
(Breyting 17. apríl. Hlustaði aftur á upptökuna og þar sem rætt er um skaðleysi ósónlagsins þá misskildi ég svarið en rétta er að allir þurfa að vera á varðbergi þar sem lagið er að þynnst.)

Spurt er um ástandið í Afríku

Svar: Jörðin er ein heild og þegar einhverjir taka sig til og ætla að gerbreyta smá hluta Afríku án þess að gæta heildarinnar verður það aldrei til góðs.

Japan er að valda miklu umhverfis slysi sem mun berast með straumum og eyðilegga botngróður ásamt því að fiskistofnar hörfa.

Hver er framtíð Japans?

Það er dimmt yfir svæðinu og gæti svo farið að þarna komi til klofnings á eyjunni í tvo hluta en þarna tekst náttúran á flekum sem hreyfast þannig að lönd geta horfið og svo hefur verið í milljónum ára.

Suður endi eyjunnar er hættulegur til framtíðar litið en þar mun ganga mikið á og langt suður fyrir eyjuna á hafsbotni og ekki hægt að segja nákvæmlega, en hörmungar verða og miklar eyðileggingar fyrir utan þá sem fórust í gær.

Spurning: Hvernig er það hjá ykkur að taka á móti þegar tugir þúsunda manna farast í svona hamförum eða stríði.

Það er ekki svo flókið hjá okkur hvort að það sé einn eða fleiri en við umvefjum þá strax við komu en þar sem við notum vitund og hugsanaflutning að öll samskipti verða svo þægileg en sálirnar sjálfar vita hvert þær eiga að fara

Aðalvandamálið hjá hverjum og einum er að skoða hvað hafi verið ógert í lífinu og skoða farin veg.

Þú spyrð hvernig við birtumst, þá er því að svara að við erum bara orka og getum tekið á okkur þá mynd sem viðkomandi þekkir.

Þú spyrð af hverju þú hafir byrjað svo seint að vinna við andleg mál, þá er því til að svara að sálin þín kom til að klára ákveðin mál og það stóð aldrei til að þú hæfir störf fyrir okkur meðvitað á unga aldri

Sjálfið sagði til sín þegar tíminn var réttur og þú brást rétt við og þess vegna höfum við getað komið þér í þá stöðu nú sem tæki aðra áratugi að þjálfa.

Starf þitt í dag er einstakt og með mikilli velþóknun okkar og hjálparliðið samkvæmt því en það eru afar fáir miðlar í dag sem geta nýtt allar brautir á réttan hátt en ýminda sér þá sem upp á vantar sem er afar slæmt.

Getið þið útskýrt fyrir mér nákvæmlega hvernig þið vinnið þar sem ég skipti mér ekki af því.

Svar: Við nýtum farvegina á þann hátt eins og þú gerir og um leið og þú leggur hendur á sjúkling og færir þær eftir okkar vilja þá förum við inn í sjúklinga og gerum okkar besta að gera við líffæraskemmdir sem stundum eru svo langt gengnar að ekki verður klárað.

Það skiptir öllu máli fyrir okkur að við ákveðum meðferðartíma fyrir hvern og einn sjúkling ekki farvegurinn og finnur farvegurinn það greinilega þegar okruflæðið minnkar.

Þá ganga samskipti okkar við þig svo vel þar sem þú ert ekki með hugann virkan á meðan og getum því sent fullt afl í gegn til sjúklings.

Það eru heldur ekki margir eins og þú sem ná skýru sambandi við sálina og náð þar í réttar upplýsingar um sjúkdóma eða það sem amar að, jafnvel á andlega sviðinu og ræðir það eftir á við sjúkling og truflar því ekki okkar vinnu en við erum samt tengdir við þig og leggjum orð í belg.

Það má bæta því við að í raun ertu aftur að vinna með kærleik eins og í fyrra lífi og við þurfum á þér að halda nú í áratugi og þegar að því kemur að þú yrðir ekki alltaf ferðafær þá verður þú búinn að þjálfa þá upp sem taka við af þér.

Þessi vinna kemur til að vinda upp á sig innan kirkjunnar og sjálfsagt eftir einhver ár í nafni kærleika og friðar en það er það sem fólk þarf á að halda. Ég má segja að þetta verður gríðar öflugt innan þjóðlífsins í skilningi þess orðs.

Viðbótarinnlegg.

Komið er að lokum þessa fundar en áður en ég fer vil ég geta gamals manns sem komin er hingað upp að mér með stóra þykka bók í fanginu og er með skilaboð til þín að halda áfram lestri bókarinnar eins og hingað til.

Vill hann kynna einhver deili á sér ?

Nei hann segist löngu gleymdur í gegn um aldirnar en þið hafið starfað saman án þess að tilgreina tímann ?

Er þetta ekki bók Kærleikans? Miðillinn segir mikið bros koma yfir andlitið og með því kveður hann.

Þetta er sami meistari og ég hitti í Indlandsferðinni í hofinu helga í Agra sem sýndi mér þessa bók Innsæið segir mér að þarna sé Heilagur Fransis frá Assisi á ferð

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.