miðvikudagur, 20. júlí 2016

Ók á skellinöðru aftur undir vörubílspall.

Já drengurinn sem þetta ritar átti alls ekki að vera á lífi eftir þetta ævintýri eða í öllu falli stórslasaður en nei ekki í þetta skipti.

Þarna var piltur sem þetta ritar að monta sig á skellinöðru hjálmlaus auðvitað í vesturbænum á Birkimel að mig minnir, og vörubíllin á undan gamall Chevrolet 54, þegar bilstjórinn snögg hægði á ferðinni og ætlaði ég að gera það lika, en bremsurnar voru bilaðar, og man ég eftir að hafa séð trépallinn koma æðandi á móti mér og búmm.

Það næsta sem ég man, er að ég sit á rassinum á götunni og hjólið í klessu undir hásíngunni á Vörubílnum, og eldri maður sem ók bílnum kom gráfölur út og leit innundir undirvagninn eins og hann ætti von á að þar væri ökumannsbjálfinn, en þegar ég stóð á fætur og dustaði drulluna úr fínu nýju skólabuxunum minum man ég greinilega að sá gami sagði hjálpi mér allir heilagir, og röllti ég af stað heim með skottið milli lappanna að nú fengi maður orð í eyra.

Svo þegar sjúkrabifreið og lögreglan stöðvuðu fyrir utan hjá okkur, var engu tauti við neinn komið og brunað upp á slysó.

Hausinn myndaður í svart hvítu og lit, og svei mér þá allt heilt utan skráma á nefinu.

Lögreglumönnunum þótti þetta skrýtið, þar sem nánast andlitsfarið sást á timburfjölunum á pallinum en varla sást skráma á mér, spurðu þeir hvort að ég hafi örugglega verið einn á hjólinu og það próflaus í þottabót.

Slapp alveg við blóðnasir og heilahristing, en hvaða huldumenn settu hendur sinar milli andlits mins og pallsins til að ég skaðaðist ekki eða hálsbrotnaði.

Mér verður oft hugsað til þessa atviks og annars sem ég segi frá síðar, en þar kemur við D6 eða 7 jarðýta en það tók ýtustjórann nokkur ár að jafna sig að fullu við áfallið sem hann fékk.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.


Er ekki lif eftir dauðann við skulum aldrei efast.

Akiane Kramarik málaði þessa mynd 8 ára gömul eftir heimsókn yfir landamærin, og fór að mála myndir af Jesú og því sem fyrir augun bar.

Seinni myndir er af henni sjálfri með mynd af Jesu Kristi sem hún málaði, og 3 af Mariu Guðsmóður með soninn nýfæddan í fanginu

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.



For those who will read the articles on this home page, can turn them into many languages by clicking on Välj språk (Trans Lait)