miðvikudagur, 1. mars 2017

Trump ætlar ekkert að gefa eftir ?

Já Trump ætlar ekkert að gefa eftir, en málið er að hans flokkur ræður báðum deildum þingsins og fjárhagsáætlanir hans byggjast upp eins og að hann ætli að hefja smíði á nýjum turni, íbúðir og hótel en hann ætlar að stórefla herinn með nýjustu vopnum sem Putin hefur ekki fé til mótvægis og á endanum má búast við miklum núningi stórveldanna.

Margt gott er að geast hér á landi, og græt ég ekki þótt tvö stóriðjuver sem þarf að kolefnisjafna rísi ekki, því hugvit einstaklinga eins og dæmin sanna frá Siglufirði munu vega það upp.

Gengið mun halda áfram að styrkjast og flýtir losun hafta en hvaða skuldabréf eru í þeim vafningum sem eru farnir úr landi í fangið á sjóðum.

Er Bankasýslan reiðubúin til að upplýsa eða hefur Alþingi einhverjar hugmyndir hvað sé að ske?

Mér sýnist fljótt á litið að samsetning ferðamanna verði frá Asíulöndum, en Bretar og Þjóðverjar hugsa sinn gang.

Verðlagning kotbænda er á við 5 stjörnu glæsihótel ytra, og ef þeir ætla ekki að verðleggja sig út af kortinu þá þarf verðið að lækka leyfa okkur hinum að hafa efni á að koma í heimsókn.

Mér sýnist að það muni koma bakslag í byggingu hótela um mitt ár, þar sem ekki verður þörf fyrir það eins og sakir standa til þess þarf gengi krónu að lækka um 10% en hún er enn á uppleið og vekur stór furðu á okkar helstu markaðssvæðum.

Niðurgreiðslu á lambakjöti þarf að fara í stýringu þannig að ekki sé greitt með hverju kg fyrir erlenda matháka, á meðan við hin höfum varla efni á að kaupa það hvað þá fisk sem er orðin á pari við nautalundir.

Þá er kynskipting í sláturhúsum furðuleg þar sem kýrkjöt fæst ekki breytist allt í 1 flokks nautakjöt og svindlað stórt á þjóðinni.

Galloway naut finnast ekki í kjötborðum hér syðra þótt sláturhúsin segist senda þetta á marrkað hér syðra?? Kanski voru þau lika leiðrétt í kyni sem alislensk en ekki blendingar.

Ég vil hvetja fólk til að leggja ekki land undir fót á næstunni, þar sem fjölda uppsagnir stórfyrirtækja dynja yfir Norðmenn og Svíar verða næstir og þeir munu halda vel um félagsþjónustu sína eins og Danir gera frá og með deginum í dag.

Skuldir hverfa ekki við brottför og innheimtuaðilar hafa jafnvel greiðari leið að skuldurum í Evrópu þar sem taka má af vinnulaunum hjá atvinnurekanda þar hvort sem um meðlög eða skatta er að ræða, breytir engu.

Tökum hækkandi sól fagnandi og fáið D vitamin í kroppinn.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.