miðvikudagur, 28. apríl 2021

Hvert er ástand hugans þegar fólk gefst upp a lífinu ?

Set hérna inn týndan fund frá 2005 af gömlu síðunni minni um beina fyrirspurn til vina minna um ástand hugans þegar fólk gefst upp a lífinu

SVAR

Við heyrum vel til þín og vitum einnig af póstum til þín frá niðurbrotnum fjölskyldum sem leita svara vegna látinna ungmenna og þú hefur ekki haft á reiðum höndum.

Frjáls vilji einstaklings til orða og athafna er varið lögmali okkar sem er óbrjótanlegt skrifað af þeim æðsta.

Við getum þvi ekki gripið fram fyrir hendur einstaklings sem hefur ákveðið af sálrænum orsökum að enda jarðvistina og koma yfir til okkar.

Þeim aðila er vel tekið af ættingjum og fylgt á sjukrahús hér i efra til gæslu allan sólarhringinn en mikil tilfinningaflækja fer í gang hjá sál viðkomandi og tekur mörg ár að ykkar tímatali að græða.

Lífsleiði er fyrirbæri sem ekki er hægt að útskýra í orðum en er svo sterkur að líf getur fjarað út þrátt fyrir fullkomna læknisþjónustu ykkar megin og hann kemur ekki fram á mælitækjum.

Ákvörðun hefur verið tekin léttir kemur yfir viðkomandi og einungis beðið eftir rétta augnablikinu eins og þú sjálfur varðst vitni að á þínum vinnustað og sló þig illa.

Goðar stundir
Þór Gunnlaugsson

____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.