fimmtudagur, 28. júlí 2016

Hættur helgarinnar sem fer í hönd !

Það var vor í lofti árið 1992, og vegagerðin hafði nýverið birt slysatölur fyrir árið 1991 fram til 1 april 1992 að mig minnir og trónuðum Húnvetningar á toppnum í alvarlegum umferðarslysum og amk.1 banaslysi.

Ég get uppfrætt lesendur að því, að koma að slíku slysi með tvær hendur tómar naglbít og hamar í verkfærakistu er eitthvað það ömurlegasta sem maður lendir í, en sjúkraliðar höfðu nóg af teppum en aðrar græjur höfðum við ekki.

Ég veit ekki hvaða lukka það var í þeim alvarlegu slysym sem ég kom að, að þar mátti finna lækni í eimhverjum bíl sem kom að slysinu meira að segja 4 bráðalækna af Slysadeild, sem voru á suðurleið, en þrir bílar voru í klessu á Norðurlandsvegi og þeir tóku strax til starfa að undirbúa þá sem mest voru meiddir, en læknatöskurnar voru ekki langt frá þeim, og svo kom Sigursteinn Guðmundsson yfirlæknir eða Böðvar Örn með sjúkrabílnum því bara bílstjórinn gerði nú litið.

Sérfræðingarnir að sunnan mæltu fyrir þyrlu á vettvang strax sem var gert, og þar voru hörkumenn sem kölluðu ekki allt ömmu sína eins og Bogi Agnarsson flugstjóri sem hefur flogið ytra í mörg ár fyrir Cargolux á jumbo breiðþotu og hittumst við alltaf í gufubaðinu á Loftleiðum líka meðan hann flaug þyrlunum hér.

Ekki er ég flugmaðuur, en hann sagði eitt sinn við mig að ég hefði þetta í blóðinu.

Franskir ríkisborgarar slösuðust illa í veltu á Kjalvegi, og Bogi var á vaktinni við vorum í beinu talsmbandi við hann og ég heyri að hann bölvar þoku sem er að leggjast yfir fluglegginn á Holtavörðuheiði, og flugið aðeins lækkað en á móti kemur flutningabíll að norðan og þyrlunni vippað yfir hann og ég held bara að andlit bílstjórans hafi frosið að horfa beint inn í stjórnkelfa þyrlunnar, og sagði Bogi að hann yrði að fara sjónlinu yfir Húnaflóa til lendingar á Blönduósi.

Þá læðist þokan þar yfir, svo að ég hringi í Blönduvirkjun en þar var þá stundina heiðskýrt og allt liðið brunar þangað með sjúklingana en það sama skeður þar, Bogi sagði mér að finna besta blettinn á veginum til lendingar slökkva aðalljósin en hafa ströbe ljósin kveikt, ég stóð síðan utan við lögreglubílinn með míkrafóninn og heyrði hana koma og taldi mig geta staðsett hana eftir hljóðinu, og Bogi virtist treysta minum lýsingum enda raflinur norðan við veginn og ég varð að passa upp á að hún færi ekki yfir á það svæði aðeins norðar sagði ég, örlitið til austurs núna og þú ert að nálgast mig og ættir að sjá ströpið blikka á toppnum, en síðustu metrarnir voru erfiðir að liðsinna þyrlu inn í þoku til lendingar fyrir framan löggubílinn, en ég talaði stanslaust allar hljóðbreytingar og hvar hún væri og sagði að lokum þú ert bein fyrir framan mig núna lentu vélinni á þessum punkti.

Birtist ekki glaðlegt andlit Borga sem kallar skutlið sjúklingunum inn, ég verð að taka beint upp það er ísing í þokunni, og verðrum að fara eins og eldibrandar af stað.

Þetta var gert, og upp fór hún og ég heyrði að hún flaug NV í átt að Húnafflóta og Bogi kallar og segist verða að fljúga út fyrir skagann í 20 metra hæð og nýta hita sjávar til að þetta sleppi.

Bjart var á Suðurlanndi, en ég tók ekki eftir því fyrr en nokkru seinna að ég var renn sveittur en suður komust þeir með sjúklingana, hann hringdi til min úr skýlinu og lýsti þessu sem eina merkilegustu blindflugslendingu sem hann hafi lent í og þakkaði kærlega fyrir.

Við strákarnir ræddum samman á kaffistofunni hvað væri hægt að gera með öll þessi slys á veginum sem var eins og hraðbraut í Þýskalandi.

Einhver okkar kemur með hugmynd minnir að það hafi verið Kristófer, að við tækjum andskotans veginn í gjörgæslu í 3 mánuði, alltaf bíll á veginnum stundum tveir og árangurinn lét ekki á sér standa, slysum stórfækkaði eða um 60% í okkar umdæmi og þetta stifa eftirlit var komið til að vera og Kristján yfirlögregluþjónn hvatti menn til dáða, og leitaði í öllum skúffum hvar væri hægt að spara skúraði stöðina sjálfur til að launakostnaður væri á 0 um hver áramót og þetta tókst í mörg ár, þótt allskonar uppákomur væru, böll um hverja helgi og flr.

Þessi 18 ár þarna eru mér ógleymanleg og sýndu svart á hvítu hvað hægt sé að gera með samstöðu, og Jón sýslumaður sparaði ekki hvattningar til sinna manna.

Núna heyrist í öllum hornum það má ekkert keyra, ekki til peningur nema fyrir nokkur hundruð km en ég ók um hverja helgi nálagt 300km í eftirlit, ég vil hvetja fjárveitingavaldið til að endurskoða fjárveitingar til embætta þar sem forvarnir eru það sem dugar.

Nefndi einn daginn við sýslumann að við tækjum upp Visa og Mastercard greiðslur, og þegar ég hafði útfært hugmyndina hvernig ég vildi að þetta yrði unnið sagði hann stutt og lagott eins og hans var von og vísa, gerðu bara samninga við þessa aðila.

Þetta gerði ég ásamt vinnureglum, að alls ekki yrði tekið við reiðufé þeim skyldi fylgt á stöðina og ganga frá málum hjá sýslufulltrúa, þetta var mikill léttir fyrir okkur þótt menn strögluðu um að greiða, en fulltrúinn útbjó sektarskema fyrir okkur til að fara eftir.

Það er min einlæga von, að menn gæti að sér þessa helgi þar sem gríðarlegt magn ökutækja verður á ferðinni og þeir sem búa við vinstri umferð og passa sig ekki geta valdið slysum.

Namaste

Nýtt efni á hverjum degi, svo fylgist með.

Egið góðan dag.
Skrifað af: Þór Gunnlaugssyni, sem er:

Heilunar og transmiðill, einnig kennari á öllum sviðum miðlunar.


For those who will read the articles on this home page, can turn them into many languages by clicking on Välj språk (Trans Lait)

____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.