sunnudagur, 24. janúar 2016

Drottinn lát mig vera verkfæri friðar þíns.

Hjálpa mér til að leiða inn kærleika þar sem hatur ríkir, trú þar sem efinn ræður, og von þar sem örvænting drottnar.

Hjálpa mér að fyrirgefa, þar sem rangsleitnin er höfð í frammi, að skapa eindrægni þar sem sundrung ríkir,að dreifa ljósi þar sem myrkur grúfir yfir, og flytja fögnuð þar sem sorgin býr.

Meistari hjálpa mér að kappkosta, ekki svo mjög að vera huggaður sem að hugga, ekki svo mjög að vera skilinn sem að skilja, ekki svo að vera elskaður sem að elska.

Því að það er með því að gefa að vér þiggjum, með því að fyrirgefa að oss verði fyrirgefið, með því að týna lífi voru að vér finnum það.

Það er með því að deyja að vér rísum upp til eilífs lífs.

Hafðu þetta alltaf hugfast sem riddari trúarinnar, vörslumaður kærleikans og hins eilífa lífs, og okkur mun vel farnast að koma friði á í heiminum.

Fransis of Azzisi

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.