mánudagur, 24. október 2016

Fikniefni inni í visitölu verðatryggingar.

Margir sitja heima og hlusta núna á útvarpið, og botna hvorki upp né niður þegar rætt er um verðtrygginguna.

Ég hef barist með kjafti og klóm, og sent öllum þingmönnum tölvupósta með spurningunni af hverju fikniefni séu inni í útreikningsgrunni visitölu verðatryggingar.

Enginn hefur geta svarað þessu, en þessi fikniefni eru áfengi og tóbak rétt eins og þau séu á hvers manns diski.

Eftir heimsókn á Hagstofuna kom í ljós, að áratugur er síðan þetta var endurskoðað og ekki verið talið tilefni til þess.

Þarna þarf að fara varlega því að þetta er einn af máttarstólpum tekjuöflunar ríkisins, en með öfugum formerkjum með þessi eiturefni inni í reiknigrunninum.

Herjið nú á frambjóðendur núna fyrir kosningar, hvað þeim finnist og hvort að þeir séu tilbúnir að taka þetta út og lækka útreikningin sem því nemur.

Seðlabankinn treystir ekki þjóðinni til að fara varlega núna í hagsældinni, og beytir grimmt stýrivöxtum að óþörfu okkur til tjóns.

Það vantar fé í ríkiskassann, en innheimtan í hann er í rusli alvg sama hvar litið er.

Er það eðlileget að ehf félag kaupi 6 R.Rover jeppa af dýrustu gerð 24 milljónir stykkið og hlutafélagið á bílinn en eigandinn greiðir hlunnindaskatt af ökutækinu, en á móti dregur frá allan kostnað við reksturinn.

Er það eðlilegt að heil íbúðagata með glæsihúsum í Garðabæ sé með sömu formerki, og svo eru teknir ríflegir útdrættir úr félögunum með 25% skatti í stað hæstu skatta eins og aðrir.

Ísland verður aldrei rekið með helmingaskiptareglunni rikir fátækir og allskonar sukk og svínarí.

Ríkiskattstjóri hefur ritað blaðagreinar og sömuleiðis skattrannsóknarstjóri, og að fá aðstoð fjármálaráðuneytisins um fjármagn í eftirlit og innheimtu vörsluskatta en ekki er hlustað á þá.

Ég yrði ekki lengi að kippa þessu til betri vegar með réttum mannskap og koma skikki á innheimtuna.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.