sunnudagur, 5. nóvember 2017

Fyrsta flugferðin vestur um haf.

For those who want to read the articles on this page, you can change their language by clicking the button on the right of the page ( G Välj språg )


Þetta kom upp í huga minn út af lifrarskiptum, en 2 frænkur minar voru stanslaust að biðja mig um að hjálpa pappa sínum sem drakk Ballantine wisky sem vatn væri og byrjaði strax að morgni, og endað í sófanum í dagstofunni með flöskuna í fanginu og systurnar niðurbrotnar vegna ástandsins á pabba.

Ég sat dag eftir dag með þessar hjálparbeiðnir í höndunum og hvað mínir menn leggðu til, og þá allt í einu sá ég hann fyrir mér órakaðann skítugann og hárið stóð beint upp í loftið enda vatn og sjampo ekki komið nálagt honum.

Ég sendi frænku sms þegar ég kom heim í stofuna mína aftur alveg dolfallinn og svo lítið efins um að ég hefði í raun farið vestur um haf, ég spurði hana hvort að ekki væri rétt að bóndinn skipti um föt og færi í sturtu, og er ég viss um að hún hafi talið að önnur hvor systirin hefði látið mig vita.

Fjórum tímum seinna var ég að linka inn á pabbann og sá hann þá í eldrauðri kúrekaskyrtu og buxum í stil, og sendi frænku aftur sms og lýsti útliti bóndans sem brá svo heiftarlega að hann flaug með verkfæri inn á bað og skrúfaði skápinn af veggnum en þar væri ég örugglega með falda myndavél sem var auðvitað ekki.

Hann varð síðan fárveikur og kominn með skorpulifur og fluttur á spitala.

Þar á bæ höfðu læknar aðrar skoðanir á rétti sjúklinga til líffæragjafar og gekkst hann undir lifrarskipti og braggaðist við.

Allt þetta laggðist illa í mig og tjáði fjölskyldunni að hann yrði að fara í langtíma meðferð að lokinni dvöl á sjúkrahúsinu og allir spenntir fyrir því.

Þrem mánuðum síðar var hnippt í mig, og Ballantine wisky flaska blasti við og taldi ég að þessi sýn gæti varla staðist, en því miður var hann kominn á nákvæmleega sama stað og áður en hann varð fárveikur og þegar ég skoðaði lifrina sá ég að hann myndi eyðileggja hana ef hann hætti ekki strax og fluttur bara með valdi í afvötnun, enda margir hraustir menn í fjölskyldunni.

Honum fannst þetta mun betra og frænka fékk sér annað nærhald (mann ) til að hafa í rúmi sínu til að sinna sér, en fjölskyldan hrundi saman átta mánuðum síðar þegar hann lést augafullur auðvitað, en hann ætlaði bara sjálfur að minnka drykkjuna þegar úr rúmum líter á dag í 3/4 og síðan neðar sem var bara bull því miður.

Í dag árið 2017 er fjölskyldan tvístruð og nær sennilega ekki saman aftur.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.