mánudagur, 25. mars 2019

Hulunni var allt í einu svipt til hliðar.

Egyptaland
Var að ræða við frúna um hvort að ferðamenn þyrfðu að leggja sig í hættu með ferðum til Egyptalands og Hurghada, og fékk þvert nei við þeim hugmyndum og kanski ekki skrítið eins og oft hafa ferðamenn orðið fyrir barðinu á þjófum og ræningjum þótt farastjórar væru með.

Ráðlegg öllum konum sem fara á þessar slóðir að fá sér fallegar slæður sem hylja hár sitt og ekki hafa barmin beran.

Ég hafði fyrir tveim árum farið í ferðalag með leiðbeinanda minum í grafhýsin í Konungadalnum en hafði aðeins séð eitthvað sem minnti á göng inn í pýramidann og fékk því leiðsögn án ytra hylkis um þröngan ganginn og fannst eins og gólfið væri hallandi niður á við.

Hann benti mér á fjöldan af gildrum sem enn væru virkar og banvænar fyrir grafar ræningja en inngangurinn er hulin mannsauganu.

Hurghada
Eftir því sem neðar kom, komu á móti mér ungar konur skreyttar gulli frá toppi til táar og þær voru með vatnskönnur til að þvo fætur mínar og hendur áður en lengra yrði haldið.

Þar sem ytra hylkið var eftir heima skyldi ég ekki alveg hvernig þessi þvottur færri fram, en settist á stein sem allt í einu varð á vegi minum og þvotturinn tók ekki langa stund, en bætt hafði verið í vatnið ilmefnum sem minntu mig á lilljur um páskahelgi.

Hulunni var allt í einu svipt til hliðar og tveir þrællar buðu mig hjartanlega velkomin eftir allan þann tima frá því að ég kom þar síðast, en það var ekki í minni minu.

Konungsborin höfuðdjást sá ég ofarlega í hrúgu af gullnum munum og eðalsteinum og áður en ég vissi af var búið að setja hana á höfuð mér og gullsleginn stóll birtist líka og mér boðið að setjast í hann, sem mér fannst fullmikið enda ekki gefin fyrir gul og glingur.

Þá fór stjórnandi minn hratt yfir sögu og ef ég skildi hann rétt hafði ég verið þarna á 9 öld fyrir Krist, en útskýrði ekki í hvaða tilgangi þessi sýnikennsla var, en leið best þegar ég var kominn heim aftur í hylkið mitt.

Þá kom til min kona í forkunnarfögrum kjól með bókfelli sem hún sagði að hefði að geyma öll æviár mín frá ýmsum tímum bæði sem lærimeistari og kennari guðlegra kvera, og kvaðst ætla að skilja hana eftir hjá mér til fróðleiks.

Minir æðstu vita vel hver min æðsta ósk er, að bundin verði endir á allan stríðsrekstur hvar sem er í heiminum hvernig sem á að ná því takmarki á meðan allir höfðingjar vilja tróna á toppnum hvað sem það kostar

Gaza
Sprengju sendding frá hernumdu svæðunum í Gaza og inn í ísraelska borg þar sem hún varð fjögura manna fjölskyldu að bana.

Grimmd um hefnd gæti verið slík frá Ísrael að Gazaborg yrði lögð í rúst sýndist þeim svo.

SÞ er alveg sama um nokkrar milljónir araba sem rekin voru af heimalöndum sínum í sex daga striðinu og þá eru engir nema við sem gætum eitthvað gert til að afstýra blóðbaði þarrna niðurfrá með okkar visku og trú um frið.

Guð blessi ykkur oll og haldið vel hvort um annað.

____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.