sunnudagur, 18. október 2015

Þróunarhringir.

þór Gunnlaugsson


Þróunarhringir gegn um aldirnar hafa þróunarhringir,leshringir og bænahringir verið þáttur í daglegu lífi okkar þar sem hægt væri að leita skjóls frá daglegu amstri.

Slembilukkuhringurinn.



Þetta nafn er ágætt til að lýsa því sem ég vildi setja á blað varðandi þróunarhringi þar sem opnað er fyrir hið efra en fylgja einhverjar áhættur?

Það er alveg klistal klárt að slíkt áhætta liggur fyrir þar sem við opnum fyrir spegilmynd tvíleiða op á milli ólíkra heima og því þarf að liggja klárt fyrir að hringjastjóri geti á örskotsstundu brugðist við komi óboðnar jarðbundnar sálir sem sækja í tíðnina sem við opnum fyrir þar sem þeir hafa auðveldara aðgengi heldur en hærra þróaðar verur sem við í raun ætluðum að bjóða velkomin á fundinn.

Slík uppákoma getur auðveldlega farið úr böndum þar sem þeir sem daglega vinna með okkur geta ekki alltaf fylgt okkur eftir þangað sem við viljum sækja opnunina og því verða miðlar að vita hvert þeir sækja orkutenginguna og fylgjast vel með að enginn óboðinn fylgi með.

Því er öruggast fyrir alla að fara varlega í opnunina setja vernd á hringinn biðja stjórnendur og hliðverði að taka sér stöðu og auka öryggið til muna. Síðan þarf að liggja klárt fyrir að fólk sé næmt og gengur stjórnandi úr skugga um það og þeir sem mæta eru allir að gefa og þiggja um leið.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.