mánudagur, 12. október 2015

Hvað er transheilun ?

Nútíma þjóðfélag býður uppá mikinn hraða þar sem andleg og líkamleg líðan situr á hakanum þar til brestir koma í annað hvort eða bæði kerfin og er viðkomandi einstaklingur þá illa staddur og það jafnvel án þess að gera sér nokkra grein fyrir því fyrr en of seint.

Líkamlegir kvillar geta verið í formi vöðvaverkja víða í stoðkerfinu sem líkja mætti við tannpínu í sumum tilfellum en andlegir geta verið allt frá kvíða, óróleika, óöryggi, svefntruflunum til þess að þunglyndi læðist aftan að viðkomandi.

Heilun er í eðli sínu tenging milli tveggja heima þar sem heilarinn tengir sig við hjálparaðila sína og miðlar heilunarorkunni til sjúklings og notar því aðeins lítið brot af sinni eigin orku til þessarar miðlunar.

Orkuflutningur með þessari tengingu er sér sniðinn af hjálparaðilum fyrir þennan tiltekna sjúkling.

Ekki er um að ræða að heilarinn stjórni orkuflæðinu eða styrkleika þess á nokkurn hátt enda aðeins leiðari.

Ef meðferðaraðili hefur ekki góðar tengingar miðlar hann aðeins sinni eigin orku til sjúklings og situr uppi orkulaus á eftir og getur tekið hann langan tíma að vinna hana upp aftur.

Miðlun / heilun er ekki eitthvað sem sent er til aðila af himnum ofan heldur er þetta meðfæddur eiginleiki grópaður í sálina þar sem hjálpendur að handan koma til aðstoðar við að opna fyrir og aðstoða við þróun eiginleikans sem getur tekið ár og áratugi að þróa svo vel sé.

Oft er það þannig að þegar sjúklingur liggur á bekknum hjá mér (alklæddur) þá koma einhverjir nánir látnir ættingjar með honum til mín og í sumum tilfellum vísað honum leiðina og þá jafnframt vakið athygli mína á brýnni aðstoðarþörf einhvers annars nákomins ættingja og hefur þetta alltaf reynst rétt.

Þessar upplýsingar og önnur góð ráð frá þeim læt ég vita um eftir meðferð þar sem slík skilaboð koma á lægri tíðni til mín en ég vinn á og bíð með úrvinnslu þar til eftir meðferð þar sem það dregur úr orkuflæðinu að skoða málið strax.

Ég hef engin afskipti af yfirstandandi lækningum / lyfjagjöf viðkomandi enda ekki á mínu færi að gera slíkt, né ráðlegg ég fólki um lyfjagjöf.

Með von um að sjá sem flesta sem þurfa aðstoð.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill

Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.