miðvikudagur, 6. janúar 2016

Næturheimsókn og líkamshreinsun í Agra Indlandi.

Góðir lesendur

Ég átti ekki von á öðru en að sofa vel síðastliðna nótt eftir viðburðaríkan dag, en í fyrsta skipti svo að ég muni eftir fór ég í ferðalag í ríki hans þar sem ég var staddur í einskonar glerskápum sem voru þaktir áletrunum á öllum hliðum svipað og sandblásnir stafir í gleri sem ég kannast við en náði ekki að þýða.

Ég virtist fara úr einum glerskápnum inn í annann, og fann mikinn hita koma á móti mér og var eins og húðin væri að slípast og verða ljósari á litinn en á endanum var ég komin í hvít klæði og rankaði við mér í rúminu um miðja nótt hér í Indlandi hríðskjálfandi úr kulda.

Ég þurfti að bregða mér í baðslopp undir sæng til að ná upp hita í skrokknum, en ekki hafði ég tilfinningu fyrir því að ég væri að veikjast á nokkurn hátt og sofnaði ég ekki aftur fyrr en undir morgun þá örstutta stund.

Þegar ég vaknaði aftur var allt í lagi eins og ekkert hefði skeð um nóttina, og kann ég ekki frekari skýringar á þessu, en orðinu ”Hreinsun” sem mér finnst ég hafa heyrt á einhverjum timapunkti.

Samt sá ég nálægt mér, á ferð um glerskápana en skynjaði samt nærveru einhverra sem sendu hlýju og ástúð.

Frúinn rak í rogastans að sjá útganginn á mér, í náttslopp með baðhandklæði vafið um mig en hún hefði ekki orðið vör við neitt.

Hún spurði mig hvort að ég hefði litið í spegil, en neitaði ég því og skrapp inn á bað og sá þá strax að augu mín höfðu breyst þannig að nú voru komnir hvítir stjörnuhringir um báða augasteinanna sem var ekki deginum áður.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.