sunnudagur, 27. ágúst 2017

Um nótina var mér sýnt sama húsið og ég tússaði á töfluna.

For those who want to read the articles on this page, you can change their language by clicking the button on the right of the page ( G Välj språg )
Ágætu lesendur.

Ég var í dag að hugleiða, og sá þá aftur fyrir mér stóra höll í líkingu við þá sem ég teiknaði fyrir nokkrum árum á tússtöflu á námskeiði hjá Garðari Jónssyni á Akranesi sem hann hélt í Mosfellsbæ.

Ég veit ekki af hverju ég fékk þessa þörf fyrir að teikna útlínur af stóru húsi því teikningar eru ekki min sérgrein. Um nótina var mér sýnt sama húsið og ég tússaði á töfluna Garðar henti gaman að þessu þar sem verið var að ræða í kaffipásu að húsnæði Liljunar á Skaganum væri orðið of lítið fyrir starfsemina.

Um nótina var mér sýnt sama húsið og ég tússaði á töfluna, en þarna var það fullbúið og um 1500 manns í sætum en enginn í ræðupúltinu.

Þetta fannst mér undarlegt og spurði af hverju væri verið að sýna mér þetta án ræðumanns, og svarið var þú munt halda þarna ræður í þessu húsi þegar timinn er réttur??

2-3 dögum seinna sá ég mynd af þessu húsi inni á síðu MBL en forseti Tajikistan hafði látið reisa þessa höll beint á móti forsetahöllinni en lækur sem aðskildi húsin.

Mér brá örlitið þegar ég las greinina um þetta hús en forsetinn hafði fengið vitrun um að byggja hús og koma saman öllum trúarbrögðum heimsins á fund til að koma á friði í heiminum.

Mér er með öllu ókunnugt um hvort að ég eigi nokkurntímann eftir að heimsækja landið enda togar það mig ekki til sin eins og er.

Lesa má um þetta hús á google um gjörðir forsetans sem er ekki beint blíðlindur múslimi.


Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.