miðvikudagur, 27. febrúar 2019

Heyrðu, ég þarf að fara til Kanada

sagði Þór Gunnlaugsson við eiginkonu sína eitt kvöldið þar sem þau sátu og horfðu á sjónvarpið. „Nú, og hvað ætlarðu að gera þar?“ spurði frúin. Ja, það vissi Þór ekki, hann hafði bara fengið skilaboð um að halda til Kanada.

„Þetta Kanada-tal mitt kom til vegna þess að þar á ég ættingja, og eitt sinn þegar ung frænka kom í heimsókn til mín tók ég utan um hana, knúsaði hana og sagði: ,,Þú ætlar að eignast barn 10. október!” Þetta var í apríl og enginn af ættingjum mínum frá Kanada sem voru þarna höfðu hugmynd um að stúlkan ætti von á barni – og ekki vissi ég hvers vegna ég hafði sagt þetta! Þess vegna vildi ég fara til Kanada og kanna málin.

“ Ég er nú bara gamall löggukarl,“ segir Þór brosandi, en þennan mann fann ég eftir að hringt hafði verið í mig og mér sagt að hann væri ótrúlegur heilari; færi á líknardeildir, á sjúkrahús og tæki fólk heim til sín og það væri meira að segja nóg að skrifa honum, þá sendi hann lækna að handan til fólks.

„Ég var hjá lögreglunni í Reykjavík frá 1966 en fór svo í Blönduóss-liðið árið 1982 og ætlaði bara að vera eitt, tvö ár þar, en þau urðu nú átján.“ Hann skellihlær þegar ég segi að það sé ábyggilega bara vegna þess að honum hafi þótt svona gaman að taka fólk fyrir hraðakstur!

„Eitthvað urðum við að gera,” segir hann alvarlegur. ,,Það höfðu orðið alltof mörg slys og dauðsföll á þessari leið vegna hraðaksturs.“ Ætlaði að fara að spila golf en ... „Þegar ég hætti í lögreglunni árið 2005 ætlaði ég að fara að spila golf og eitthvað svona dúllerí. Mér hefur aldrei leiðst og skrifaði í lausnarbeiðnina mína að mér hefði alltaf þótt gaman að mæta til vinnu, kveið aldrei nokkrum einasta degi. Það var svolítið merkilegt að það var sama hversu mikil reiði eða ólga var hjá fólki eða hversu kolvitlaust sem það var; það datt allt í dúnalogn þegar ég birtist. Í eina skiptið sem ég hef orðið hræddur var þegar lætin voru við Alþingishúsið og kveikt var í jólatrénu, en því miður á slíkt eftir að endurtaka sig á þessu ári.

Ég hafði ekki hugmynd um að ég væri næmari en hver annar fyrr en þarna árið 2005 þegar ég fékk skilaboðin ... Svo var það fyrir einu ári að það datt upp úr systur minni að þegar ég hefði verið fimm ára hefði pabbi tekið mig með sér til Ragnhildar miðils í Tjarnargötunni, en það varð að hringja eftir barnapíu fyrir mig því það fylgdu mér svo margir, sagði Ragnhildur, að það var ekki hægt að hafa mig með í sama herbergi! Það voru aldrei rædd andleg mál á æskuheimili mínu að öðru leyti en því að alltaf þegar ég fór í kirkju varð svo mikil pressa á mér þegar ég kom inn í kirkjuskipin sjálf.

Ég var alveg að kikna og ræddi þetta við presta, en það gat enginn skýrt fyrir mér hvað væri um að vera. Það skipti engu máli hvert tilefni heimsóknar minnar í kirkjurnar var, hvort um var að ræða jarðarför, skírn eða fermingu – þetta gerðist í hvert einasta skipti,“ segir Þór og stoppar örstutta stund.

Mamma bálill að vera send aftur til jarðar!

„Svo liðu árin og þá kom að því að mamma fékk ósæðarblæðingu. Páll Gíslason heitinn læknir gerði á henni aðgerð en sagði við okkur að það væri alveg óvíst hvað yrði með hana. Við systkinin og pabbi sátum við rúmið hennar og þá heyrði ég sagt við mig: „Taktu í höndina á henni.“ Ég hélt að ég heyrði ofheyrnir, en þá var sagt hvasst: „Já, taktu í höndina á henni.“ Ég náttúrlega bara hlýddi og þá varð allt í einu allt skjannahvítt í herberginu. Hvorki pabbi né systir mín urðu nokkurs vör en daginn eftir vaknar mamma, bálill, og spyr hvers slags þetta sé eiginlega; hún hafi verið komin yfir og búin að hitta vinkonur sínar sem höfðu látist nokkrum árum fyrr! Svo kom einhver og sagði: „Þú átt að fara til baka.

“ Ómeðvitað í gegnum allt starf mitt sem heilari hef ég gert og sagt hluti sem ég man ekkert eftir sjálfur, en konan mín verið að segja mér frá. Þeir sem vinna með mér – þeir fyrir handan – héldu þessu alveg lokuðu fyrir mér þangað til tíminn var réttur – sem var árið 2005.

Ég vissi heldur ekki að pabbi, afi og langafi hefðu allir verið skyggnir því á þeim tíma var ekki rætt um slík mál. Það útskýrði hins vegar fyrir mér löngu síðar af hverju svona margir komu heim að hitta pabba!

Þegar Þór var lítill strákur var hann sendur eina helgi í sumarbúðir á Silungapolli. Farið var með hann á laugardagsmorgni og átti að sækja hann á sunnudegi. „En pabbi varð að koma á laugardagskvöldinu og sækja mig því ég var ekkert að leika við hin börnin á námskeiðinu, heldur var ég kominn upp á háaloft að leika við börn sem enginn sá nema ég! Eftir það var þessu öllu lokað fyrir mér.

Sá inn í konu í Kanada Þangað til fyrir sex árum þegar hann tilkynnti konu sinni að hann yrði að fara til Kanada. Sem hann gerði, þar sem hann taldi að þar biðu hans einhver svör við þeim tilfinningum sem hann fann innra með sér. „Ég spurði frænkur mínar hvort einhver þekkt spákona væri á svæðinu og þær sögðu þar vera eina, en það væri margra mánaða bið eftir að komast að hjá henni. „Hringdu fyrir mig í hana núna,“ sagði ég, „það var verið að afbóka hjá henni.“ Þetta reyndist rétt og hún bauð mér að koma.

Hún bjó í litlu húsi og þegar ég gekk inn dæsti hún og sagði: „Það er nú bara ekkert pláss fyrir allt þetta fólk hérna!“ Ég sagðist nú ekki sjá neinn, ég væri einn á ferð, en hún hélt nú ekki. Hún tók um hendurnar á mér og sagði mér að horfa á sig. Ég gerði það, sá bara hana og ekkert annað. En hún sagði mér að horfa dýpra – og allt í einu horfði ég inn í hana! Ég sagði henni að ég sæi svartan blett í brisinu og að hluti lungans væri grár. „Já, ég vissi um lungað því ég reyki þrjá pakka á dag,“ sagði hún, „en hins vegar var ég að fá þær fréttir í morgun að ég væri með krabbamein í brisinu.“ Hún sagði að ég ætti eftir að starfa sem heilari víða um heim og það hefur gengið eftir.

Ég hef sótt tengingar víða um land, að beiðni þeirra sem starfa með mér, og á eftir að fara til Austurríkis, Tíbets og suðurhluta Indlands. Ég fer þrisvar, fjórum sinnum á ári í þjálfun hjá Arthur Finley Institution í Bretlandi.“ Hann segir mér að miðlun og heilun sé tvennt ólíkt „svona eins og rás eitt og rás tvö“. „Orðið trans er í raun ekki til, þannig að þetta heitir heilunarmiðlun en ekki transmiðlun,“ segir hann. „Þegar fólk leitar til mín vegna veikinda hafa þeir aðgang að mér og stjórna því sem gert er.“ Með heilun í Bústaðakirkju mánaðarlega.

Hverjir eru „þeir“?

Hann hlær og svarar: „Þetta eru læknar, nokkrir íslenskir og aðrir sænskir. Þessir sænsku voru í þrjú ár að komast til mín. Í fyrstu fannst mér ég verða að fara vestur í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi þar sem ég var með fund fyrir gesti og gangandi. Þar kom fram Þorleifur frá Bjarnarhöfn, sem var sagður skyggnastur allra Íslendinga síns tíma.

Nokkru síðar var ég með fund hérna heima og þá kom Einar á Einarsstöðum og bað mig að fara í kirkjuna hjá sér og halda þar fund. Síðan hef ég verið reglulega með fundi þar, sem og í öðrum kirkjum, og er til dæmis alltaf með opinn fund í Bústaðakirkju fyrsta mánudagskvöld í hverjum mánuði.

Ég fæ skilaboð um hvert ég á að fara og hef farið um allt land.“ Boð um að fara til Indlands en ekki bara um allt land.

Eins og kom fram í upphafi greinarinnar fékk hann boð að handan um að fara til Bretlands. Í janúar í fyrra fékk hann boð um að hann ætti að fara til Indlands. „Já, já, við fórum bæði hjónin, ég er svo hlýðinn; fékk skilaboð um að ég yrði að vera í borginni Agra á Indlandi ákveðinn dag á árinu klukkan níu um morguninn við Taj Mahal-musterið. Þar myndi ég hitta karlmann og konu. Ég spurði hvernig í ósköpunum ég ætti að finna fólk í milljarða landi en fékk þau skilaboð að þau myndu finna mig.

Þegar út var komið réðum við okkur fararstjóra – og hann reyndist vera sá sem ég átti að hitta.

Ferðasöguna og upplifunina má lesa á heimasíðunni minni, https://thorgunnlaugsson.blogspot.com/undir en hérna neðst eru krækjur sem leiða fólk að síðunni og öðru efni. Konan reyndist vera systir hans, geðlæknir. Hann bauð okkur heim um kvöldið og þar var nú bara öll ættin og hann bað mig að hjálpa pabba sínum og bróður sem báðir voru veikir.

Ég setti hendurnar á axlirnar á öllu settinu; var í þrjá klukkutíma og þá mættu nágrannarnir! Þetta var yndisleg stund.“ Prestar og læknar á bekknum Þór segir karlmenn ekkert síður en konur leita til hans í heilun. „Meira að segja læknar og prestar þótt þeir fari ekki hátt með það,“ segir hann og kímir. „Ég hef fengið til mín allt niður í lítil börn og mikið fengist við börn með ofvirkni. Þau eru ekkert hrædd við mig, þessar elskur.

Komist á áfangastað í Indlandi.
http://thorgunnlaugsson.blogspot.com/2016/01/komist-anagasta-i-indlandi.html

Blessun Guðs. ( Indland )
http://thorgunnlaugsson.blogspot.com/2016/01/blessun-gus-indland.html

Næturheimsókn og líkamshreinsun í Agra Indlandi.
http://thorgunnlaugsson.blogspot.com/2016/01/nturheimsokn-og-likamshreinsun-i-agra.html

Heimsókn í anddyri Guðsríkis
https://thorgunnlaugsson.blogspot.com/2016/01/heimsokn-i-anddyri-gusrikis.html


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.