föstudagur, 13. mars 2020

Jú það fæddist óværa í Kina.

Jú það fæddist óværa í Kina sem nú er orðin að heimsfaraldri og hvað gerist þá hjá vinaþjóð okkar USA?

Jú þeir gera okkur erfitt fyrir og banna flugferðir til þeirra af Schengensvæðinu en Icelandair gæti þá bara flogið þaðan inn á leiðarrkerfi sitt eftir skutl og lendingu í UK.

Hver man ekki eftir fluginu héðan og til Luxemborgar á árum áður, og leggurinn áfram til New York var á sama farseðli, en Luxemborgar hringurinn var í raun frír þar sem miklu dýrara var fyrir íslendinga að panta far frá Kef til NY.

Þetta fékk að vera í friði í mörg ár að Luxemborgar miðinn var rifin úr farseðlinum, eða þangað til ég varð staddur á Kennedy flugvellinum á leið heim, kemur þá einn af toppum Loftleiða sem það hét þá og var vel í glasi og skammaðist hann yfir misnotkun okkar á farseðlakerfi félagsins sem einungis var ætlað útlendingum, en Sigurður stöðvarstjóri á svæðinu var fljótur að draga kappann á bak við og við flugum heim á gervimiðunum eftir að Luxemborgar miðinn var rifinn úr.

Nokkrum dögum síðar var lokað fyrir þetta gat og frimiðinn hvarf.

Gangið hægt um gleðinnar dyr.

Þór Gunnlaugsson

____________________________________________________

GESTABÓK - Guestbook.