laugardagur, 28. nóvember 2015

Salmann og frjálsræði kvenna.

Salmann er stór sál með víðan faðm og segist aðhyllast frjálsræði kvenna og er það þakkar vert af honum en rangt að kvennaatkvarfið hafi bara verið fyrir íslenskar kristnar konur.

Bölvuð vitleysa er þetta í manninum, og ég hef skrifað honum bréf þar sem hann skýri ýmsa sérsiði þeirra sem brjóta í bága við lög um að karlar séu æðri konum sem dæmi á bænafundum að þá mega þeir ekki krjúpa við hlið mannanna á gólfinu og þurfa að vera á bak við rimlagerði úr tré sem ofst hefur sést á myndum og rétt af Salmann að útskýra opinberlega af hverju??

Hvað skyldu vera margir Kristnir múslimar í heiminum sem voru bannfærðir af einhverjum skeggjuðum Imman í Íran að skyldu réttdræpir hvar sem til þeirra næðist og það skyldi einnig ná til okkar trúleysingjanna.

Skopmyndindir í Frönsku blaði kom við kaun á þeim, þótt mér findist þær ekkert verri né betri en aðrar afbakaðar myndir af Jesú Kristi ýmist með skegg eða án þess, síðhærður eða stuttklipptur og átti þá allt að verða vitlaust.

Svo lýsir það algerri firru hjá Salmann að hver safnaðarmeðlimur hans skuli leggja af mörkum 1 milljón krónur í peningum í hið nýja musteri sem aldrei má verða. Þessi bygging myndi sóma sér vel í Öskjuglíðinni nálagt öðrum söfnuðum, en að afhenda einu trúfélagi lóð sem er allt að 1 milljarðs virði eftir því hvað þar yrði byggt, íbúðir eða skrifstofur og eru þetta tölur sem ganga á milli byggingarmanna.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.