laugardagur, 2. apríl 2016

Röskun á grafhelgi

Það særir marga hérna megin hvernig þið standið að byggingu Hótela, þegar rutt sé í burtu ævafornum grafreitum Hólavallakirkjugarðs,og fornleifafræðingar grúska yfir beinum hinna látnu sem í eina tíð voru lifandi og með fjölskyldur.

Munu þið ekki fara næst að byggja Hótel í elsta hluta Hólavallakirkjugarðst, eða elsta hluta Fossvogskirkjugarðs, en eitt er víst og ekki útséð með að gestum hótelsins verði svefnsamt um nætur, því okkur er misboðið með vanvirðingu við látna þó svo að árhundruðir séu liðnir.

Þó má þakka fyrir að beinagrindunum var ekki ruslað saman í plastpoka og hent í eina gröf á nýjum stað.

Það skiptir okkur engu máli hvort að hylki hins látna sé brennt eða grafið, það skaðar ekki sálina sem er löngu búin að yfirgefa íverustaðinn og komin á fallegan stað.

Við ætlum að láta hér staðar numið um grafhelgi, og snúa okkur að líferni ykkar í dag sem stefnir í voða mörgum heimilum vegna kaupæðis á bílum og tækjum, sem ekki er nauðsynlegt en af því að nágranninn fékk sér eitthvað nýtt að þá verðum við að gera það líka.

Það er nú þannig að þeir sem hingað koma og skildu eftir sig digra sjóði fjár, njóta þess í engu hérna megin og fara á þann stað sem þeim er ætlað, hann getur verið góður hafi viðkomandi sýnt af sér umhugun fyrir minni mátta, í það að fara á stað þar sem hver og einn þarf í myrkrinu að leita sér ljóss og friðar.

Við höfum verið að huga að þeim rúmlega 300 börnum, sem slösuðust illa í sprengingu í skemmtigarði af mannavöldum, og þar vantar hönd eða fót eða fætur á sum þeirra og sálin er mölbrotin enda voru þetta sakleysingjar í skemmtigarði fyrir börn.

Fleiri svona ódæðisverk verða unnin á allra næstu vikum, þar sem mann söfnuður er mikill til að valda eins miklum skaða og mögulegt er.

Skrúfnaglar og stál kúlur sem settar voru með sprengiefninu hefur sem betur fer engri þjóð dottið í hug að setja í sínar sprengjur, og eru í raun engu betri þar sem þessu er öllu beint að mannfólki og erum við þar að ræða um svo kallaðar klasasprengjur.

Við getum því miður ekki komið í veg fyrir svona illvirki, því að á bak við eru fjrálsir hugsuðir sem vilja láta illt af sér leiða, en svo er skrifað, að okkur er meinað að taka fram fyrir fjálsan vilja einstaklings.

Ef við horfum heilt yfir, að þá eru allir jafnir og eiga að deila með sér velferð og vellíðan nágrannans, og láta sig ekki detta í kuldapollinn að hann skipti ekki máli á meðan mér og minum líður vel.

Slíkar hugsanir leiða oft síðar á lífsleiðinni til svo kallaðs lífsleiða, sem skýrist af því að geta veitt sér alla mögulega hluti á meðan aðrir hafa varla til hmífs og skeiðar.

Namaste

Nýtt efni á hverjum degi, svo fylgist með.

Egið góðan dag.
Skrifað af: Þór Gunnlaugssyni, sem er:

Heilunar og transmiðill, einnig kennari á öllum sviðum miðlunar.
For those who will read the articles on this home page, can turn them into many languages by clicking on Välj språk (Trans Lait)

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.