mánudagur, 4. janúar 2016

Blessun Guðs. ( Indland )

Ágætu lesendur

Dagurinn var tekinn snemma hér um kl.07.30 en þá mættu bílstjórinn og leiðsögumaðurinn Pradeep Sharma galvaskir í anddyri hótelsins.

Síðasta spölinn að hofinu þurftum við að notast við rafknúinn vagn en þetta er gert til að vernda hofið fyrir mengun eins og hægt er en granítið er viðkvæmt þótt óslítanlegt sé.

Farið var um garða umhverfis hofið og þess notið í hvívetna en þegar við komum nær hvelfingunni sjálfri þar sem fundurinn átti að hefjast kl.09.00 fór orkusvið mitt að hækka verulega þótt enn væru 30 mínútur í fundinn og fann Pradeep Sharma þetta greinilega þar sem hann stóð ca.1 metra frá mér og lét mig strax vita um þetta enda bergnuminn.

Við komum okkur fyrir þarna inni 10 mínútum fyrir fund og fann ég þá strax að mikil tilhlökkun var í loftinu hjá þeim sem með mér vinna og einnig kom óteljandi fjöldi sála sem ekki höfðu komist í ljósið og biðu hjálpar minnar.

5 mínútum í fund kom ég mér fyrir fast upp við girðinguna umhverfis grafirnar 2 með Pradeep Sharma vinstra megin og frúna til hægri og tengdi ég mig síðan.

Formáli:

Það er afar erfitt að lýsa svona rosalegum tilfinningum á prenti, en ég gerði mitt besta og bý að því enn og þess vegna er þetta aftur sett inn þar sem Google þýðandinn var ekki kominn til skjalana þá.

___________

Það sem gerðist síðan þegar fundur hófst var svo ægifagurt að vart er hægt að lýsa með orðum en mér var kippt í burtu og var staddur á hvítu undirlagi eins og dúnlagi og varð ég var við engla á sveimi og í fjarska sá ég 2 verur sem færðust nær mér og fylgdi þeim undurfögur hörpuhljómlist svo róandi og svo fögur

Sá eldri brosti til mín en hann var með hvítt alskegg klæddur hvítum kufli en sá yngri var með sítt hár og einnig í hvítum kufli og brosandi. Á þessari stundu varð ég alveg agndofa og gat bara ekkert sagt og horfði bara á þá þar sem mér varð ljóst hverjar þessar verur væru almættið og sonurinn

Almættið rétti fram hendi sína og tók í mína vinstri og mælti þú hefur verðskuldað að ganga með hring minn á hendi þinni og heldur nú þróun þin áfram í mínu nafni.

Þú ert fulltrúi minn boðberi ljóss og friðar líknar sjúkum og breiðir út orðið.Þú munt kenna min fræði víða um heim og njóta aðstoðar okkar við það verk

Hann snerti síðan höfuð mitt og mælti hafðu blessun mina að leiðarljósi og þér mun farnast vel.

Að svo mæltu var ég aftur kominn á upphafsstað í moskunni og sá ég ekki betur en tár væru í augum leiðsögumannsins sem kvaðst hafa upplifað slíkt ljós að þetta væri hans besti dagur í lífinu og ekkert gæti tekið það frá honum.

Opnað var fyrir ljósið þannig að sálirnar gætu farið í það og var það yndislegt að finna þakklæti þeirra um leið og þær fóru um mig til ljóssins en þetta tók nokkra stund þar sem fjöldi þeirra var slíkur.



Þegar við komum aftur út úr hofinu var eins og togað í mig að fara í mosku múslima sunnan við hofið á sömu lóð og fór ég bara beint af augum með leiðsögumanninn og frúna á eftir mér.

Lítill turn er áfastur moskunni og þegar ég spurði Pradeep Sharma um hann sagði hann að þetta væri helgur staður múslima sem hefði að geyma dýrgripi þeirra og lokaður öllum og því ekki annað hægt en að horfa á hann.

Þetta var mér ekki nóg og fór ég upp á tröppurnar og snerti hurðina að helgidómnum og með það sama var ég kominn þangað inn og stóð fyrir framan öldung með stóra þykka bók „Bók viskunnar“heyrði ég nefnt.

Hann mælti að ég hefði lykil að henni á vinstri hendi og sneri henni við þannig að ég gat séð letrið sem ritað er á Aramaí tungumáli fyrir Krist.

Það sem þar var ritað og mér gert kunnugt geymi ég fyrir mig enda mér einum ætlað en tilfinningin var slík að ólýsanlegt er á prenti.

Pradeep Sharma stóð nokkuð frá mér með frúnni á meðan ég stóð við hurðina og þegar ég kom til hans var hann eins og steinrunninn og fullyrti að hann hefði orðið fyrir gríðarlegri orku inn í brjóstið en þetta hefði aldrei skeð áður á þessum þremur árum sem hann hafi sinnt gestum í Agra í skoðunarferðum og féllu tár á kinnar hans.

Næst var haldið í gestahöll hofsins norðan við það og spurði Pradeep Sharma mig hvað ég fyndi þar og sagði ég honum það,grafir hlið við hlið ´beggja megin frá suðri til norðurs en stór hvelfing aðskildi herbergin.

Pradeep Sharma skrapp frá og kom aftur með mann sem hann kynnti sem bróður sinn og að hann hefði starfað við hofið í mörg ár.

Honum var sagt hvað ég hefði skynjað og sagði hann það rétt en grafirnar sem slíkar hefðu verið ætlaðar Hindúum sem byggðu hofið en þau brennd fyrst í hvelfingunni,en lítið væri vitað nákvæmlega um hvelfingarnar þar sem ákveðið hafi verið 1931 að loka þeim alveg af ókunnum orsökum.

Síðan var haldið í burtu frá hofinu og heim á hótel með viðkomu í minjagripaverslun en kl.18.00 erum við boðin á heimili foreldra Pradeep Sharma þar sem öll fjölskyldan verður en hann bað mig að skoða föður sinn sem er sykursjúkur meðal annars og var það auðsótt mál.

Einnig bíður systir hans spennt að hans sögn þar sem hún hefur vitað um eiginleika sinn í mörg ár en ekki getað nýtt sér hann en þá.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.