fimmtudagur, 8. nóvember 2018

Ágætu lesendur

Var með fund með minum mönnum í efra í dag, og var fundurinn að minni beiðni um velgengni eða fall á heimasíðunni þeirra.

Margt fannst þeim sérstakt að fólk tjái sig á samskipasíðunni fésbók en enginn hefur haft neitt um efni eða það sem fram er sett því að ef eitthvað er þá versnar ástandið dag frá degi, milljónir svelta í hel í boði Sáda vegna trúarskoðana sem þeir sjálfir hafa skrifað og sett framm sem hið heilaga.

Þetta er svo dapurlegt en við gerum allt sem við getum þó með þeim hömlum að taka ekki fram fyrir hendur manna og fyrirbyggja verknað.

Ég ræddi við þá um hnignun á lestri síðunnar og hvort að ég megi setja efni frá mér sjálfum í bland við þeirra umsagnir, og eftir stundarþögn var það samþykkt þar sem sökin sé ekki min heldur almennt áhugaleysi fólks, þó svo að hægt sé að breyta skrifunum yfir á 28 tungumál.

Að lokum minntist ég á voðaverkin á ungmennaskemmtun í Californiu sl.nótt og ekki sú fyrsta þar sem ungir menn fara inn á skemmtistaði staðráðnir í að drepa sem flesta um leið og þeir svipta sjálfa sig lifi.

Það munu vera um 4.8 milljónir hermanna sem dvalið hafa á vigstöðvum, og líflátið ISIS og Talibana þar sem þetta voru atvinnumenn en þegar heim kemur bíður þeirra ekkert nema gatan, enga vinnu að fá upplausn í hjónaböndum og allir hafa þeir geymd þungvopn á heimilum sínum, og þess vegna mun á næstu árum fleiri svona tilvik blossa upp geðveila þeirra tekur yfir rökhugsun hugsanleg séu óvinir í felum nálagt heimilum þeirra sem þurfi að hreinsa í burttu.en læknishjálp til þeirra er mjög takmörkuð

Ég mun því setja inn efni og merkja sérstaklega sem minar hugleiðingar.

Með blessun til ykkar allra

____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.