sunnudagur, 10. janúar 2016

Heimsókn í anddyri Guðsríkis

Ágætu lesendur

Ég set inn aftur lýsingu sem týndist af ferð minni inn í anddyri Guðsríkis sem ég varð aðnjótandi að í apríl sl.á þjálfunarnámskeiði í Englandi. Þessi tiltekni kennsludagur var í miðri viku en ákveðið hafði verið af Judith Seaman kennara að fara með okkur dýpra en venjulega og lofa okkur að finna muninn að siga niður eins og í lyftu hægt og rólega og upplifa fullkomna kyrrð og öryggi.

Þegar kom að mér leið mér bara yndislega vel algerlega afslappaður en hafði tilfinningu fyrir því að eitthvað væri í vændum sem ég ætti ekki von á.

Það sem í raun gerðist var svo yndislegt að erfitt er að koma því til skila í rituðu máli en ég ætla samt að reyna. Ég fór niður eins og venjulega alveg sallarólegur enda fullviss um að allt væri öruggt,hliðverðir á sínum stað og verndin í lagi.

Það sem skeði síðan var eins og mér væri kippt inn á hliðargötu og vissi ekki af mér fyrr en ég stóð inn í mjög stóru herbergi með yfirþyrmandi hvítri birtu og sá ég örlítið óskírt í fyrstu sem síðan lagaðist og horfði ég þá beint á látna foreldra mina brosa sínu blíðasta til min og horfði ég á þau alveg eins og þau voru þegar þau fóru yfir.

Mér brá í fyrstu enda vissi ég ekki hvað hafði skeð en þau komu bæði til min og snertu mig og gat ég faðmað þau bæði í huganum og fundið gífurlega tilfinningar streyma um mig enda bergnuminn. Ég gat ekki heyrt hvað þau sögðu en það var eins og ég skynjaði það með einhverjum hætti og komu fleiri þá inn í herbergið og þekkti ég þar meistara minn og aðstoðarmenn ásamt hliðvörðunum mínum sem eru langamma og amma

. Þarna var glatt á hjalla og var eins og hugsanir hvers og eins kæmu til min eins og rafboð í formi ástúðar umhyggju gleði kærleik og stolti allt í bland. Ég hef ekki timaskin á hversu heimsóknin var löng en ég rankaði síðan við mér í skólastofunni og tók þá eftir því að kinnar minar voru tárvotar og einnig á nokkrum samnemendum enda höfðu þeir orðið fyrir miklum orkuáhrifum frá mér án þess að vita með vissu hvað í raun gerðist en ég minntist ekki á það þar sem ég þurfti tima til að melta þetta með mér

. Judith brosti bara blítt og vissi ég að hún hafði skynjað hvað gerðist en hún þagði um það. Síðar um daginn átti ég einkafund með henni þar sem hún er í djúptransi og fer alveg í burtu og veit ekkert um þau samtöl sem fara í gegn um hana til stjórnanda hennar.

Hann kom strax inn á heimsókn mina og upplýsti mig um til þess að fullvissa mig um að þetta hafi í raun skeð að ákveðið hafi verið efra að bjóða mér í heimsókn í anddyri að Guðsríki að þessu sinni sem einskonar viðurkenningu fyrir mig fyrir alla þá vinnu sem ég hafi lagt á mig eins og þeir legðu þau fyrir mig án þess að fara eigin leiðir.

Hann sagði einnig að nokkrir miðlar hafi einnig fengið leyfi til slíkra heimsókna í gegn um tíðina en ekki væri hægt af okkur að biðja um þetta heldur væri þetta alfarið ákvörðun þess æðsta og ég skyldi í framtíðinni undirbúa mig fyrir heimsókn innfyrir í ríki þeirra.

Ég hafði nóg efni til að hugsa um þegar ég lagðist á koddann um kvöldið vitandi það að mig hafði ekki verið að dreyma og á ég þessa upptöku á diski sem ég set í spilarann annað slagið svona til upprifjunar.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.