föstudagur, 11. mars 2016

7. Kafli. Likaminn sjálfur er gangverkið.

Likaminn sjálfur er gangverkið ytra og innra hylki sem þarf að hafa í huga við þessa vegferð.

Innri líkaminn er nákvæm eftirliking af ytra hylkinu en án líffæra þegar að því kemur en áður hafið þið skoðað steinana og merkingar á þeim og það eru margir vegir út frá hvejum steini en þar þurfið þið að nota innsæið og þriðja augað til að leiða ykkur áfram á réttan veg í áttina að almættinu.

Miðlun er lærdómur og prófsteinn á ykkar getu, og ynnra innsæi til að komast að hurðinni stóru og knýja þar dyra.

Áður en að þessu kemur hafið þið tekið margar æfingar og þjálfað ykkur upp í hið efra, og fundið ykkar tengingar nært þær á innri visku ykkar og ykkur líður vel.

Þegar þú kemur að hurðinni stóru, ertu komin með lykil í hendina bankar og opnar með lyklinum, og þar er tekið á móti ykkur með miklum kærleik svo miklum að einhver ykkar munu bugaast undan tilfinningunni en látið það ekki á ykkur fá og standið keik í fæturnar.

Þú munt heyra orðin velkomin bróðir minn, systir min í andyri að okkar heimi, en við erum hér komin til að hjálpa ykkur áfram eins og hvert og eitt ykkar þarfnast.

Fyrstu skrefin eru erfiðust, þar sem þið þurfið ekki lengur á því að halda heldur líðið áfram á ykkar hraða þangað sem þið ætlið að fara og vegurinn hefur verið markaður fyrir hver og eitt ykkar.

Kennarinn segir frá persónulegri reynslu með steinbarninginn.

Ég fór þarna sjálfur og það tók mig langan tima að átta mig á táknunum og hvað þau þýddu, en með því að strjúka yfir táknin sem voru mér kunnug, tókst þetta hægt og bítandi en oft var ég við það að gefast upp á þessari vitleysu sem glumdi í hausnum á mér og betra að skokka í kring um þá en fara yfir en þá kom mjög undarleg tilfinning yfir mig og eins og einhver rödd í höfðinu segði "Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður það skulið þið og þeim gjöra"

Svo áfram var haldið að berja hausnum við steinana, og finna lausnina en með því að slaka á og leyfa innsæinu að koma fram á afslappaðan máta birtist mér vegurinn ofann við steininn og leiðin að settu marki.

Ég komst loks að tjörninni fagurbláu sem ég fékk tilfinningu fyrir að væri uppspretta eilífs lífs og fór út í hana hálf hikandi, en það sem þá skeði eru varla til orð að lýsa tilfinningunum þegar ég fann hvernig vatnið fór í gegn um líkama minn og hreinsaði hann og heilaði, og við árbakkann á steini var handklæði til að þurrka mér eftir baðið.

Eftir það ná þeir að umlykja höfuð mitt í hvíta ljósinu eins og sést á meðfylgjandi mynd.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.