miðvikudagur, 10. febrúar 2016

Heimsókn ástvina að handan gegn um Skype.

Var á tali við Þór Gunnlaugsson Læknamiðil kl. 19.00 í kvöld á Skype, þar sem við spjölluðum um alla heima og geyma, Þá segir hann allt í einu, það stendur maður fyrir aftan stólinn þinn og bendir á þig, hann er ca. 1.90 1.95 á hæð, svo að mér kemur strax í hug, að byðja hann að sýna Þór hendurnar sínar, og hafði baugfingur hægri handar brotnað og gróið vittlaust saman, sagði hann þór að við hefðum brallað mikið saman, ég var nú ekki lengur í nokkrum vafa hver maðurinn var, þetta var maðurinn sem ég hef elskað allar götur síðan og geri enn þó að móðan mikla skilji á milli.

Þetta er í annað skiptið sem hann lætur mig vita um sig, og er mér það afar ljúft að vita af honum nálægt mér.

Eftir komu hanns kom fallegi verndar engillin minn, hún mamma hún gat aðeins stoppað stutta stund, hún hafði mikið að gera, en bað fyrir kveðju til okkar allra, og sagði einnig að allt myndin ganga vel hjá fyrrverandi tengdadóttur sinni, sem henni þótti afar vænt um. Sagðist myndi stoppa lengur næst.

Þess skal getið að Þór fór ekki í trans, var glað vakandi allan tíman

Kveðja
Baldur

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu

thorgu@internet.is

Skrifið sjálf um reynslu ykkar, og hvað ykkur finnst um það sem þið lesið hér í GESTABÓKINA.

GESTABÓK.