sunnudagur, 20. mars 2016

14. Kafli. Kennaranám í trans miðlun.

Jæja gott fólk við skulum rifja upp þrautargöngu farvegs okkar, sem óvænt var dreginn upp úr hatti Stevens Uptons í tólf manna úrtaki af áttatíu og sex en hann hafði allan skólann í fyrsta skipti.

Ekki fann ég nafnið mitt á bekkjalistum, en efst á töflunni var ókunnur miði með tólf nöfnum hjá Steven, og þar var ég í nýju námskeiði sem ekki var auglýst, kennaranám í trans miðlun.

Hvert í hoppandi þessu átti enginn von á, en hvað um það kennslugögn hlytu að berast í tæka tíð áður en fyrsti timinn byrjaði.

Kl. 10.00 birtist kapinn brosandi með þunnu skjalatuðruna undir hendinni, en ekkert annað og segir jæja góðir nemendur þið hafið öll víðtæka reynslu á þesssu sviði, og sum komin úr augsýn hvað sem það nú þýddi og námskeiðið var svona.

Velja fjóra nemendur hver úr hópnum og fékk ég að byrja valið, en síðan tók ég eftir stórum skrifstöndum á sviðinu en um leið og hann segirn einn af þessum aðilum veit ekki hvað orka er, Nr.2 hefur setið 2 námskeið í reiki, Nr.3 telur sig vita hvað trans er, en vinnur eingöngu á heilunarsviðinu eins og Nr.4.

Hvernig ætlið þið að starta þeim frá 0 og upp í að geta unnið sjálfstætt á einni viku, og þið skrifið hverja kennslustund hér upp á töflu og hvað þið ætlið að segja í henni, og raða þessu upp að frádregnum matarhléum, og svona verður það alla vikuna.

Í kvöld skrifið þið niður vinnudag Nr.2, og getið hitt hina á barnum á eftir ef þau eru þá ekki gengin til náða kl.10.00.

Ég varð alveg klumsa, en síðan hrökk ég í gír byrjaði að skrifa fyrstu 3 tímana og hófst svo handa með kennarann sitjandi beint á móti mér sem fylgdist með hverju orði og handtaki sem ég gerði, en setti í huganum tjald fyrir svo að hann truflaði mig ekki, svæfði fyrstu tvo strax á meðan ég rædddi við hina tvo hvernig maður færi að þessu, og létti svo orkunni af hinum og setti hina niður, og fór aftur yfir sama prógram en um hádegi spurði Steven mig hvort að ég vildi fara aðeins hægar því ég yrði búinn á fjórða degi, og þá sagði ég þá tek ég bara við.

Hann var síðan ekki mættur á réttum tíma eftir hádegið, svo að ég byrjaði bara að leiðbeina hinum en kallinn lá á hleri sem ég tók ekki eftir, og hann var ekkert að flýta sér og kom ekki fyrr en í lok fyrsta tima brosandi og sagði þetta gekk flott.

Hvað gekk flott spurði ég, nú kennslan ég fylgdist með og þú veist það sjálfur að það er þín leið í transinum, og nýttu hana til fulls því svo virðist að ekkert trufli þig þótt hurðum sé skellt, eða annar skarkali eftir að þú byrjar, ferð rétt inn í kennsluflæðið að handan og hefur hægt aðeins á hraðanum sem er flott.

Svona var vikan, og svo þreyttur var ég í lokin að það lá við að ég sofnaði úti á flugvelli á heimleið og spennan fór af.

Þarna var hann í raun að prófa mig, sérstaklega umfram hina í viðbrögðum við utanaðkomandi raski en hinir stoppuðu en ég hélt áfram.

Hann sagði þetta lykilatriði í kennslu, að fara í flæðið og útiloka umhverfið og hafa nemana með þarna inni og nefndi dæmi þar sem hann var með kennslu í gamalli kirkju með steinhellum á gólfum, og hann hafi byrjað á slaginu en ekkert vatn né vatnsglös voru til staðar, og þegar ung dama bar þetta inn á stálbakka rak hún tána í eina helluna og bakkinn með öllu flaug í gólfið, en hann blikkaði ekki auga þótt aðrir hefði fengið gáttaflökt nánast en viðurkenndi þó að þetta hefði verið sá dómsdagshávaði, stálbakkinn 50 glös og vatnskanna allt í mél á steinhellunum.

Það er afskaplega gaman að kenna, og mynd á ég sem einn neminn tók eftir helgarferð í sumarhús fyrir austan en þar er hægri hendin hinu megin ósýnileg og komin í hörhempu sem sjá má bryddingar á en slíkt á ég ekki til.

Kennsla í heilun og transi er ekki fyrir alla, og finnst fljótt af þeim sjálfum og ættu alls ekki að reyna það því að kennarar hinum megin sem í raun kenna mæta bara ekki og ekkert skeður.

For those who will read the articles on this home page, can turn them into many languages by clicking on Välj språk (Trans Lait)

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu

thorgu@internet.is

Skrifið sjálf um reynslu ykkar, og hvað ykkur finnst um það sem þið lesið hér í GESTABÓKINA.

GESTABÓK.