mánudagur, 7. desember 2015

Heilari.

29. desember. 2014. Eldra Efni.
Heilari þarf að skynja ástand sjúklings sem til hans kemur enda erum við oftar en ekki síðustu útverðir hans þegar allt annað hefur verið reynt.

Sjúklingar sem fá sterka beina heilun frá þeim sem við vinnum með, verða þess áskynja í öllum tilvikum hvað sé að gerast í líkama þeirra, þegar þeir finna að unnið sé í fótum þeirra þó enginn sé sjáanlegur, einhver að létta á verkjum og pressu á hryggjaliðum og allt án óþæginda fyrir sjúklinginn.

Ég hef sagt það í öðrum pistli og segi það enn, að þetta verður að vinnast í gegn um bænina til þess að tenging með nægjanlegum styrk komist á.

Fjarheilun er framkvæmd á sama hátt í gegn um bænina en aðeins er nauðsynlegt fyrir mig að hafa nafn sjúklings og heimilisfang en engar aðrar upplýsingar svo sem sjúkdóm.

Sé til mynd af sjúklingi þá er hægt að senda mér hana í tölvupósti ásamt ósk um fyrirbæn, á

E - mail: thorgunnl@gmail.com

en þá prenta ég myndina út, held á henni og tengi mig beint við sjúklinginn með þeim hætti.

100% trúnaður verður að vera milli meðferðaraðila og sjúklings og gildir einnig þótt hjón komi, en þau verða sjálf að ræða það sem skeði kjósi þau svo, en þetta eru skilyrði sem mér voru sett af þeim sem ég vinn með en ég hef bent á þetta í pistlinum Hvað er Transheilun ?

Er nauðsynlegt að bryðja verkjalyf alla vikuna vegna verkja frá vöðvabólgu og annarra stoðkerfisverkja þegar hægt er að losa þetta frá viðkomandi í 1-2 meðferðum og sleppa verkjalyfjunum.

Það sama hef ég unnið lengi með streytu, kvíða og vanlíðan en þá leita ég að orsök þessa eða verksins og sjúklingi fer strax að líða vel og öll spenna hverfur á augabragði, en þó er ég ekki læknir heldur millistykki við lækna í hinu efra.

Engin óþægindi fylgja meðferðinni heldur kemur vellíðan strax. Andleg vandamál höfum við unnið með góðum árangri svo sem óróa í börnum skilgreind með ADHD sem snarbreytast við meðferð og það sama á við um fullorðna.

Mér er tjáð að upphaf svo kallaðar skilgreiningar á ADHD er að eitthvað hafi fari úrskeiðis í fæðingu viðkomandi og sú meðhöndlun orsakað áfallastreytu sem likja má við beyglaða bílfelgu hana þarf að laga og er það gerð með sléttun á dæld árunnar sem verður við þessi fæðingarátök. Þær eru margar mæðurnar sem fengið hafa hjálp með börnin sín og martröðin losuð frá heimilinu.

Sjúklingar með þunglyndi hafa fengið aðstoð en þar hefur ekki alltaf reynst eins góður árangur strax nema að þetta sé á byrjunarstigi og stundum þarf 1-3 meðferðir.

Af hverju er órói í börnum á heimilum sínum og svefninn ruglast og þau eru óró og hún Guðrún Gunnars heilari á Ísafirði hefur ekki átt svo ófá símtölin við mig vegna mæðra sem eru í vandræðum og hefur í öllum tilfellum komist ró á.

Nýi leikskólinn þeirra fór ekki varhluta af þessu en með smá samningum við þá sem voru valdir að þessu komst ró á vinnustað barnanna og svo hefur verið um fleiri en ég fer ekki beint sjálfur heldur innra hylkið í mér sem skreppur og hreinsar til með aðstoðarfólki að handan.

Trúarskoðun


Það eru ekki nein skilyrði frá þeim sem ég vinn með né aðrir meðferðaraðilar að sjúklingur þurfi að vera trúaður til þess að fá hjálp því að það skref að biðja þá um aðstoð er fullkomnlega nægjanlegt.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.