miðvikudagur, 18. nóvember 2015

Til umhugsunar.

Kæru vinir,

Ég hef fyrir nokkrum árum síðan af gefnu tilefni, skrifað hvenær sé heppilegasti timinn til að byrja vitundarvinnslu / heilun hjá börnum, en þá var aðili sem auglýsti slíkt námskeið eflaust til að fylla í tóma stólana en algerlega gleymt grundvallaratriðinu, að þetta eru börn sem eru að þroskast.

Slík vitneskja þeirra í millum meðal skólafélaganna gæti gjörsamlega rústað framtíð þeirra, og þess vegna sögðu mínir hjálparaðilar, við tökum ekki þátt með þér í slíkri vinnu fyrr en í fyrsta lagi við 17 ára aldurinn, en helst ekki fyrr en ca. 25 ára allt eftir þroska hvers og eins.

Hvað ætla skólastjórar vitsmunaskólans að gera, ef þeir óafvitandi opna fyrir æðri vitund hjá barni sem kom í öðrum tilgangi.

Hvernig ætla þeir að bregðast við ef barnið fer að fá hræðsluköst um nætur jafnvel verstu martraðir því að tvíhliða samband upp og niður getur opnast, og þess vegna er þetta alls ekki markhópurinn til að fylla í tóma stólana.

Þess utan hef ég ekki séð þá orku í þessum skóla sem til þyrfti ef illa færi??

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.