miðvikudagur, 4. nóvember 2015

Nýliðaferð á Jökla Landsins. 1.

18. apríl. 2015. Eldra Efni.
Guðni Sveinsson hafði mikla unun að hafa nokkra landkrabba með í fjallaferðir og kenna þeim ýmislegt í fjallaferðum eins og sönnum skáta og yfirkokki sæmir. Reglulega þurfti að nema staðar og hleypa af sér þvagi en við lá að stæði maður fyrir aftan bílinn blotnaði snjórinn fyrir framan hann.

Áfram haldið og reynt að fylgja handarbendingum undanfarans sem ók eins og snákur um hálendið og einhvers spurði hvers vegna??

Jú sjáðu góði og gekk aðeins til hliðar og skóf snjóinn ofan af að blasti þar við helblámi sem hefði orðið dýrkauptur að lenda í svoleiðis sogskálum því að krapinn sogar allt fast.

Kom þá að því að undanfarinn snarstoppar og vorum við vissir um að gjá væri fyrir framan en nei þegar kokkurinn hélt fast undir óæðri endann voru það tíðindi að gos væri í vændum. Mann keyrði framhjá svo að kokkurinn hefði frið á hækjum sér búin að grafa holu fyrir úrganginn og hékk á hækjum sér.

Öllu lauk þessu með sóma og gengið frá holunni sem skóf stanslaust í og kvaðst kokkurinn helfrosinn á bossanum og hreðjurnar líka.

Hann gekk rakleiðis að fyrsta bíl að ræða málin og þegar driverinn skrúfaði niður gluggann að þá hagræddi Guðni sér og dró upp úlpukragann nær hálsinum en þá gaus upp því líkur fnykur að hann barst yfir fjöll og fyrnindi og þegar kokkurinn aðgætti hverju þetta sætti kom í ljós að hettan hefði í kófinu losað um festuna og kom sér fyrir yfir holunni og tók við öllu sem kokkurinn skilaði af sér..

Þvílíkt óhapp spari úlpan og ekkert annað að gera en að pakka henni inn og láta innihaldið frjósa um nóttina á Hveravöllum og aðskilja fatnað og úrgang sem gekk eftir.Oyjbarasta

Guðni Sveinsson

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.