föstudagur, 3. mars 2017

Brexit og Bretar .

For those who want to read the articles on this page, you can change their language by clicking the button on the right of the page ( G Välj språg )


Brexitið hjá Bretum ætlar að verða þeim dýrkeypt þar sem ESB gerir Bretland ábyrgt fyrir skuldum Íra í bankahneikslinu þar, svo og allar þær sameiginlegu skuldindingar sem Bretar tóku með ESB, og þetta verður stærsti skuldavixill fyrr og síðar og með öllu óvist að þeir geti staðið við það.

Hlutabrét tóku strax að falla þegar þessar kröfur láku út, en áttu ekki að gera það og er því alger pattstaða komin upp þar á bæ.

Þess utan verða þeir að gera upp allar lífeyrisskuldbindingar fólks sem tengt er ESB, og það eru tugir þúsunda starfsmanna og semja þarf um þetta eða fá annan lífeyrissjóð sem starfar innan ESB til að yfirtaka reikninga fólksins ásamt uppgreiðslu frá byrjun að yfirtöku degi.

Liklega verða Írar kátastir yfir þessu Brexit þar sem þessar bankaskuldir lentu allar á ríkinu og fólkinu af því að starfandi ríkisstjórn á þeim tíma samþykkti við lánadrottna að Írar myndu greiða þennan Icesave reikning sem er 10 faldur á við það sem samningur nr.2 kom til okkar.

Unga fólk hefur flúið landið þar sem aukaskattur var lagður á alla vinnandi menn þannig að lítið var eftir til að lifa á.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.