föstudagur, 7. október 2016

Hjartskerandi meðferð á börnum.

Furðulegt þegar þingmönnum dettur í hug að krefjast nánast lagasetningar yfir störfum Barnaverndar í Noregi, og hér á landi er litli kútur sem er 5 ára og móðirin svipt forræði sem er skelfilegt og hjartað mitt tifar með litla manninum.

Þingmaðurinn verður að gera sér grein fyrir hvað hún er að fara fram á, en hvað með önnur íslensk börn föst á Norðurlöndum með rikisfang þar en mæðurnar flúið heim til Íslands vegna ofbeldis.

Eigum við þá eki að taka málið upp heilstætt og treysta Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnavrndarstofu fyrir þessum málaflokki.

Hef ekki enn gleymd máli 9 ára stúlku þar sem lögreglan mætti á staðinn til að taka barnið með valdi úr örmum móður sinnar vegna umgengisréttar við föður sem hún vildi ekkrt með hafa?

Barnið var ekki spurt, aðgerðin framkvæmt og þeir lögeglumenn sem þetta framkvæmdu þurftu báðir áfallahjálp í skyndi þótt ýmsu væru vanir.

Ragnheiður mín taktu allan pakkan, eða farðu í óavgreidd mál sem eiga að klárast.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu

thorgu@internet.is

Skrifið sjálf um reynslu ykkar, og hvað ykkur finnst um það sem þið lesið hér í GESTABÓKINA.

GESTABÓK.