mánudagur, 22. febrúar 2016

Met í notkun þunglyndis, verkja ásamt róandi lyfja.

Grein í MBL í dag vekur furðu hjá mér vegna framsetngu sérfræðings, að við ættum met í notkun þunglyndis, verkja ásamt róandi lyfja.

Skoðað er árið 1989 en hvað skeði 1988 hrun á fjármálamörkuðum og heimilum.

2007-2015 algert hrun á bankamörkuðum heimilin lögð í rúst og ef OECD veit þetta ekki er lítið að marka hvað frá þeirri ágætu stofnun kemur.

Við erum ekki enn búin að rétta úr kútnum að fullu og þeir sem hafa misst heimili sin og aleigu þurfa virkilega á læknishjálp að halda hálf kjánalegt að halda öðru fram.

Þunglyndi er lúmskur sjúkdómur sem læðist aftan að manni alveg að óvörum þegar allt er í blóma á heimilinu að þá skuli annar makinn veikjast heiftarlega og dregur hinn með sér niður. Skyldi OECD telja að hér þurfi að grípa inn í með lyfjum og öðrum meðferðum eða sleppa því bara og skrifa út hreyfiseðil.

Þá má hann heldur ekki gleyma þeim fjölda heilbrigðisstarfsmanna þar á meðal lækna sem hafa yfirkeyrt sig látið glepjast af lyfjum og misst lækningaleyfi sín um stundarsakir eða fyrir fullt og allt og þeir hljóta að geta staðfest áður en svona hálfmána grein er sett á prent.

Hvað með viðtölin er nokkur timi í slíkt 1.5 minútur á mann ca.

Væri ekki rétt að þeir kynntu sér vel náttúrulyf sem dæmi og þá er ég að tala um tilvik í öðrum greinum minum að þeir sem eru með stoðkerfisverki og gigt haldi sig algerlega frá súrum mat í föstu eða fljótandi formi svo sem aldin af appelsinum nýkreistum þá er í lagi að drekka vökvann sleppa algerlega öllum léttvinum þar sem þau eru ávísun á heiftarlegar bólgur í hnjám og fingurliðum og belgmein.

Ef þið sleppið þessu í 2 vikur munu þið finna mikin mun án nokkurra lyfja náttúrulega eða annarra. Vatn er okkur lífsnauðsynlegt og þrátt fyrir þvagleka má alls ekki sleppa vatnsdrykkju og halda að þá hverfi sá sjúkdómur en svo er ekki þvagið varður dökk gult jafnvel blóðlitað og það eru hættumerki frá nýrum.

Vatnið í hæfilegu magni fyrir konur stuðlar að útskolun blöðrunar og þar með myndun sýkinga og þetta gettið þið sjálft allt saman prófað.

Farið vel með ykkur elskurnar minar í þessari flensu sem er lúmsk og minnst vika heima fyrir því köld lungnabólga gæti verið fyrgifiskur hennar.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.