mánudagur, 29. febrúar 2016

4. Kafli. Að stiga fast á bremsurnar.

Þegar hér er komið við sögu að þá hafið þið marg oft fengið tengingar á ykkur og þetta gengur allt eins og sjálfsmurð vél en hér þarf að gæta vel að.

Þegar þið hafið eða fáið tilfinningu fyrir því að þeir séu að verða meiri og öflugri yfir huga ykkar þá þurfið þið að stiga fast á bremsurnar og segja við þá ég ætla að vera minn eigin herra yfir heila og líkama og ég ákveð hve oft við förum í ferðalag og hve djúpt ég vil fara og ef þið viljið vinna með mér á þessum nótum að þá er ég tilbúin til starfa.

Þið getið líka uppgötvað eitthvað nýtt um ykkur sjálf eitthvað dásamlegt sem legið hefur í dvala en er að vakna til lífsins en á sama tima þurfið þið að aðgæta vel að líffærastarfseminni sem verður óvirk á meðan þið farið í djúptrans svo sem nýru og magi og vel gæti orka þessara líffæra farið niður fyrir svokölluð neðri mörk eins og þau ættu og vera og þá þurfið þið einfaldlega að halda ykkur hérna megin á meðan sú endurnýjun á hleðslu fer fram en þar eru líflæknar ykkar sem koma að því starfi því að sterkur miðill er ávalt með minnst 2 líflækna sér við hlið þegar hann er að vinna.

Dæmi: Ég var eitt sinn fengin til að koma í nágrannasveitarfélag og fylgjast þar með miðli sem hafði starfað lengi og ávalt haft með sér sama sitjarann og voru ca.40 manns á þessum fundi.

Þegar á leið og allt var komið í gang hjá miðlinum að þá finn ég að minir menn eru búnir að setja mig í kennslumót sem alls ekki átti að vera því þarna var ég bara að njóta og fylgjast með en sé þá að eitthvað líkamlegt er að ske hjá miðlinum svo að ég gríp inn í stöðva hana þar sem hún var og spyr aðstoðarkonuna hvort að miðillinn sé með einhvern sérstakan sjúkdóm ?

Já hún er með sykuksíki 1 og þá vissi ég það en ávaxtasafi var þarna í ísskáp og fékk ég miðilinn til að drekka það og beðið um stund uns mér fannst óhætt að halda áfram fundi en stytti hann í staðinn þannig að aðeins 4 fengu að koma í gegn.

Ég ræddi við miðilinn um heilsufarið og hvert hafi stefnt og spurði hvort að hún hafi mælt sig fyrir fundinn eða borðað eitthvað sætt Nei það var ekki timi til þess.

Þarna setti viðkomandi sig í hættu vegna veikindanna og það er í raun ekkert sem mælir gegn því að sykursjúkir miðlar vinni en þeir sem fara í djúptrans þurfa að vera nálagt 9 í mælingu áður en fundur hefst þar sem svo mikil orka fer í þetta og hafa ávaxtasafa sem er bestur við hendina í stað vatns.

Miðill sem fer í djúptrans má ekki gera slíkt nema hámark 2 yfir daginn með amk.6 klst hvíld á milli funda því að seinni fundur gæti orðið öðrum til hræðslu að sjá einhvern koma í gegn gráfölann og mjósleginn og líta afskaplega illa út fyrir áhorfendum og það skrifast allt á miðilinn að virða ekki eigin getu og mörk því enginn er fullkominn.

Við getum náð í ógrynni fróðleiks og upplýsinga með góðum tengingum og samfelldar heimildarsögur úr ættfræði dýrafræði eða fornleifafræði og hverjir bjuggu á hvorum staðnum sem væri hægt að staðfesta og eða fræða viðkomandi um því þeir eru óþrjótandi að sækja upplýsingar svo lengi sem þær eru vitrænar að þeirra mati og alls ekki til skemmtunnar.

Við skulum nú fara inn á svið ummyndunnar.

Þeir geta sett mynd af hverjum sem er sem passar m.v.stærð farvegsins en þurfa ekki að fara með beinum hætti inn í miðilin sjálfan sem þó gæti skeð ef breikka þarf að lengja fyrir þann sem er að koma þannig að gestir þekki viðkomandi alla takta hans kæki og aðrar hreyfingar og það er hin fullkomna miðlun ummyndunnar en hún tekur mikla orku af farveginum og því þarf að fara varlega ekki oftar en 2x á 7 daga fresti ef ekki á að koma til skaða á líffærum farvegsins aðallega nýrum og brisi en það nota þeir til myndunnar á útfrymi.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu

thorgu@internet.is

Skrifið sjálf um reynslu ykkar, og hvað ykkur finnst um það sem þið lesið hér í GESTABÓKINA.

GESTABÓK.