þriðjudagur, 3. nóvember 2015

Skilgreining Transheilunar 1 hluti

29. desember. 2014. Eldra Efni.
Góðir lesendur,

Ég hef fengið nokkrar góðar spurningar um nánari útlistun á hver munurinn sé á transheilun og andlegri heilun( Spiritual Healing )

Andleg heilun gengur aðallega út á að heilarinn starfar eins og opin rás fyrir andlegan læknir sem með honum vinnur sem kemur þá nær áru hans, og blandast henni með yfirskyggningu en á þessu stigi hefur hinni guðlegu tengingu ekki verið komið á og því ekki með fullum styrk.

Á þessu stigi getur allt eins verið um náttúrulega/magnetiska heilun að ræða þar sem leitt er eingöngu frá orku miðilsins til sjúklings sem getur aldrei náð styrk alheimsorkunnar.

Sjúklingur mun finna fyrir bættri líðan um stundarsakir og hita frá höndum heilarans og þá hugsanlega trúað því að þetta sé hin rétta orka fyrir hann að handan.

Heilarinn finnur fljótt að hann sé orðinn orkulaus uppgefin og gæti þurft nokkrar vikur til að ná sjálfur fullum styrk aftur.

Heilarinn ætti í raun séu allar tengingar réttar að finna sig fullan af orku og vellíðan eftir meðferð sjúklinga sinna.

Því er þetta lykilatriði fyrir meðferðaraðila að huga vel að eigin tengingum gefi þeir sig út á þessi mið að taka fólk í heilunarmiðlun.

Sjálfur vinn ég eingöngu í transheilun þar sem mér finnst best að vinna þannig bæði fyrir sjálfan mig og sjúklingana og læt stjórnanda minn um að setja kyrrð á mig og leiða mig á hárréttan stað sem hentar þeim best fyrir aðgengi að mér en það er ekki alltaf á sama stað heldur fer það eftir hvaða sjúkdómar hrjá viðkomandi sjúkling.

Sjálfur hef ég gert tvær tilraunir til þess að keyra mig út og finna þolmörkin hjá sjálfum mér.

Fyrsta umferð var að vinna stanslaust frá 09.00 - 12.00 og tengdur allan tímann 1klst í matarhlé og síðan unnið stanslaust 13.00 - 19.30 með stuttum salernisferðum til þvotta á milli sjúklinga en alltaf tengdur.

Niðurstaðan var sú að orkan hjá mér var slík að ég fékk mér langan göngutúr um kvöldið horfði á skemmtilega kvikmynd og svaf fullan svefn um nóttina.

Hafist var handa 09.00 næsta morgun án hvíldar, til 15.30 og var útkoman sú sama.

Mér varð þá ljóst að læknarnir mínir pössuðu alltaf upp á að orkan hjá mér væri á fullum styrk og fann ég því enginn þreytumerki eftir þessa törn eða aðra vanlíðan og sef alltaf vel um nætur án drauma eða annarra truflanna.

Transheilun er á öðrum nótum en þar er miðillinn beintengdur sem milliliður milli alheimsljóssins og sjúklingsins.

Læknarnir koma þá alveg upp að miðlinum um áru hans og ná stjórn á miðtaugakerfi hans og geta því nýtt sér líkama hans til orkuflutnings í sínu hreinasta og sterkasta formi og einnig geta þeir hreyft hendur hans að vild.

Þarna kemur miðillinn ekki að neinu leiti að sjúklingnum heldur sjá sérfræðingarnir um lækninguna án okkar afskipta.

Besta tengingin fyrir þá er hryggur sjúklings en þar geta þeir beint orkunni um hrygginn og mænuna mænuvökvann ásamt blóðrás,miðtaugakerfinu og komið lækningunni á þá staði sem þess þurfa.

Lækning getur skeð skeð strax í sumum tilfellum en önnur taka nokkra daga sem ég hef sannreynt að er rétt því að sjúklingarnir fá heimsóknir um nætur í svefni 3 - 4 daga eftir meðferð.

Ég hef á undanförnum mánuðum unnið með börn á aldrinum 5 - 17 ára sem hafa verið skilgreind af læknum með ofvirkni kvíðaröskun, streytu, vöðvabólgu, svefnleysi, vanlíðan, og fleiri alvarlega sjúkdóma á geðsviði og hafa þau öll tekið breytingum til batnaðar.

Sum hafa á fyrsta tíma geta setið kyrr og einbeitt sér en önnur hafa tekið við sér eftir 2 skipti.

Þessar vikurnar er verið að trappa þau niður á Ritalíni en það mun koma í ljós hvort varanlegur árangur hafi náðst.

Þau eiga það sammerkt að eitthvað hafi farið úrskeiðis í fæðingu,tekið langan tima eða nánast skotist út eða bráðakeisara beitt og í 2 tilfellum sogklukku.

Ég vil nú fara varlega að skilgreina þetta nákvæmlega en orðið áfallaröskun kemur oft upp.

Ég mun halda áfram að sinna börnum með þessi vandamál, því að sé hægt að létta á þeim og foreldrunum þeirri gríðarlegu röskun sem þessir sjúkdómar leggja á þau sjálf og heimilin þá er miklum áfanga náð.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.