sunnudagur, 8. nóvember 2015

Miðlun er í eðli sínu ofureinföld.

En okkur hættir við að gera hana afar flókið fyrirbæri.

Miðlun er í eðli sínu náttúruleg og afar einföld þeim sem hafa þennann hæfileika.

A.Spurningar sem oft vakna eru:-Hvernig veit ég það sem kemur sé ekki ímyndun mín?

Þegar þú móttekur boð frá þeim sem þú vinnur með í ríki andanna þá finnur þú strax hvaða upplýsingar sem þú færð sé þin ímyndun eða réttar upplýsingar að handan.

1. Undirbúningur ekki bara rétt áður en þú ætlar að tengjast sambandinu heldur alla daga lífs þíns í þeirri tilraun að vera betri farvegur ljóssins og skilaboðanna sem þeir sem vinna með þér senda í gegn.

2. Myndaðu holrúm í kring um þig bara fyrir þig. Hvernig getur þú byrjað þróun þína án þess fyrst að búa þér til holrúm þar sem þú getur lært með þér að setja kyrrð á hugann,einbeita þér fara í hugleiðslu og biðjast fyrir.

3. Lærðu að skilja og meðtaka farveginn sem stjórnandi þinn að handan myndar fyrir þig í samvinnu við þig. Spurðu þig að því, fékk ég einhverjar upplýsingar núna? Horfðu á og lærðu að meðhöndla þá gjöf sem þú fékkst í vöggu og þá opnun sem á sér stað þegar tíminn er réttur. Þeir sem vinna með okkur veita þessa aðstoð en þeir geta ekki gefið okkur neitt til að flýta framþróun gjafarinnar því að allt hefur sinn tíma.

4. Ekki reyna að umsnúa, rangtúlka þær upplýsingar sem þú færð eða stílfæra heldur láttu þig fara inn í flæðið og komdu með það sem þú færð óritskoðað af þér. Ekki gripa inn í upplýsingarnar með spurningum. Vertu meðvitaður um styrkleika þinn og veikleika að öðrum kosti getur þú myndað blokkeringu á samskiptin ómeðvitað.

5. Einbeittu þér þess í stað á allt jákvætt sem þú hefur gert.

6. Verið jákvæð-miðlun styrkist við jákvæða hugsun.

7. Ekki vera hrædd við að sá sem fær upplýsingar frá ykkur segi NEI í staðinn meðtakið upplifunina minnug þess að stundum er besta sönnunin er þegar meðtakandinn þarf að leita sjálfur upplýsinga um það sem hann hefur fengið en man þau ekki sjálfur í augnablikinu.

Þetta getur haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif á miðilinn vegna þess að hann finnur að hann er ekki að lesa hugsanir meðtakandans heldur það sem kemur beint til hans að handan.

8. Verið óhrædd að feta ókunnar slóðir því að annars munu þið aldrei upplifa hina duldu hæfileika ykkar.

9. Munið að æfing skapar meistarann haldið áfram að spyrja stjórnanda ykkar um meiri og nákvæmari upplýsingar en veiða ekki meðtakandann.

10. Hafið trú á sjálfum ykkur. Ef þú hefur ekki trú á sjálfum þér og því sem þú ert að gera getur þú þá ætlast til að aðrir geri það??.

Í öllum tilvikum vinnið með ábyrgð-heiðarleika-tillitssemi og mest áríðandi ástúð,því að þú er sendiherra þeirra sem þú vinnur fyrir í hinu æðsta.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.