mánudagur, 16. nóvember 2015

Hér er veitt aðstoð við lokanir og einnig lækningar við meinum.

Archive for nóvember, 2007.

Kennsluvika í transheilun í Stansted Hall Englandi

Góðir lesendur.

Ég hafði skráð mig á námskeið transheilun 2 í Stansted í Englandi, sem ég hef sótt 7 sinnum áður og ætlaði að halda áfram í þeirri þjálfun, en við upphaf námskeiðs var tilkynnt breyting í þá veru að í fyrsta skipti í sögu skólans yrði sett upp sérstakt námskeið ætlað þeim sem hefðu getu og vilja til að taka að sér kennslu í heilunarmiðlun.

12 sæti voru í boði og á sjöunda tug nema en mér var úthlutað sæti þar án þess að ég hefði grænan grun um hvað ég var að fara út í.

Nafngiftir miðla:

Nafngiftir þess einstaklings sem gefur sig út á þau mið að miðla orku frá æðra veldi til sjúklinga hefur verið nokkuð út og suður og sem dæmi orðið læknamiðill.

Hvað er læknamiðill ? Er hann læknir í skilningi læknalaga með prófgráðu frá læknadeild sem læknir. Nei.

Getur þetta skapað misskilning hjá almenningi um að viðkomandi sé læknir eða ráði yfir slíkum

Já vissulega þar sem ekki er hægt að ábyrgjast hverjir koma til viðkomandi sjúklings þar sem það veltur allt á því hvað sé að og sjá sérfræðingarnir sem með okkur vinna að rétta teymið mæti.

Er hann tengill tveggja heima? Já.

Huglæknir ?

Já að vissu leiti en samt ekki rétta orðið.

Heilunarmiðill er það orð sem þeir færustu nota svo sem Steven Upton notar og færir hann þau rök fyrir þessu orði að við séum ekkert annað en tenglar tveggja heima í þágu sjúklinga til orkuflutnings en gerum sjálf í raun ekkert.

Eg persónulega vil nota þessa nafngift þar sem mér finnst eins og Steven hún best fallin til þess að valda ekki misskilningi.

Verkefni.

Þema og verkefni þessarar kennsluviku var að skyggnast að tjaldabaki milli miðils og heilara og skynja hvernig þetta gengur fyrir sig.

Við fengum það verkefni að setja upp kennsludagskrá sem miðast við að fá 14-16 einstaklinga saman með litla sem enga þekkingu á hinum andlega heimi og gera þessum einstaklingi fært að vinna með sína nánustu í heilun að loknu þessu tveggja daga námskeiði.

Þetta fólst í að gera ýtaráætlun um 8×1,5 klst kennslu (2 dagar)fram komi að hverju skuli stemmt og hvernig við ætlum að gera þetta. Steven gekk hart fram í þessum áætlunum og eftirfylgni af þeirri einföldu ástæðu að hér væri hægt að gera mistök og læra af þeim en ekki í kennslustundinni.

Dæmi: Einstaklingur skráir sig á námskeið/hefur aldrei komið nálagt andlegum málum skilur ekkert um orku,hvernig ætlar þú að koma honum af stað?

Það verður að segjast eins og er að þetta var teflft nokkuð djarft að taka þátt í þessu námskeiði en þegar ég hugleiddi inn á þetta þá var þetta nánast eins útfærsla og ég hafði verið að vinna heima með aðstoð minna kennara að handan sl.6 mánuði.

Hann fór inn á tæknina að tengja sig við nemana og sjá og skynja þar sem þeir upplifa og þar með talinn tenging þeirra við alheimsorkuna. Þetta var nokkuð strembin aðgerð en fyllilega það sem ég gerði mér væntingar um til að dýpka skilning á þeirri samvinnu tveggja heima sem á sér stað á því augnabliki.

Hann kom líka inn á flutning á lækningarorkunni með tengingu við og þann mismun á gæðum sem liggja í getu hvers miðils því að því betri sem hann er þeim mun meiri flutning geta vitundin að handan flutt. Þessu má líka við ljósleiðara með 10 línum og öðrum með 30 línum en báðir miðlarnir jafn sammviskusamir.

Timaskráning upp á 1,5klst er sá timi sem fer í 100%kennslu en 30 mín pása er nauðsynleg nemum til að halda þetta út,salernisferðir reykingar og síðan 1 klst matarhlé til næringar og hreyfingar, Ég get fullyrt að þetta er rétt þar sem þetta tekur á og þess vegna nauðsynlegt að taka pásu og koma aftur inn ferskur og nærður.

matarræði skiptir máli í kennslu vegna trans miðlunar og er rétt að að neyta smá bita 4-5 sinnum yfir daginn og taka aðalmáltíðina um kvöldið þar sem mikil orka fer í að melta fæðuna sem að öðrum kosti getur nýst stjórnanda okkar til orkuflutnings að handan og því hjálpast þetta að að taka létta auðmelta fæðu.

Vatnsdrykkja er einnig nauðsynleg í kennslutimum og fara auðveldlega 3-4 lítrar yfir daginn.

Fyrirlestrar og kennslutimar:

Steven Upton Levels of Healing Mediumship
Simone Key Its Not Just Mediumship
Pauline Silver Trance Aura Soma and Healing
Sandy barker What Next
Nora Stinger experimental
Liz Lacey Trance Perception
Special Group(Kennslutæki)
Steven Advanced Theory
Simone Its Not Just Mediumship
Nora Experiments in mediumship
Pauline Self Healing
Sandy Get Attuned

Vel flestir kennarar skólans eru bókaðir allt næsta ár en Steven er bókaður einnig allt árið 2009 .Þessir kennarar og fleiri við þennan skóla er einvala lið sem er okkur til stuðnings og kennslu með það að markmiði að gera okkur enn betri en við vorum fyrir.

Samkvæmt dagskrá Stevens og upplýsingum hans verður hann hér á landi í Ágúst á næsta ári í nokkra daga til kennslu og verður einnig með einkatima.

Ég vil hvetja fólk að skoða heimasíðuna hans http://www.auragraphs.com/ en hann er einstakur heilari kennari fyrirlesari prestur og umfram allt mannvinur.

Rauð ljós.

Þegar setið er í þróunarhring þar sem miðill er í þjálfun situr fólkið fyrir hann og deilir orku .Dagsbirta er best til þjálfunar en rauð ljós á slíkum fundum eru bara fyndin þar sem engin breyting verður á miðlinum sjálfum heldur orkubreyting þegar samblöndun verður í sambandinu milli miðils og stjórnanda og ef eitthvað er þá truflar það þjálfunina.

Miðilinn þarf að venjast því að sitja fyrir í dagsbirtu þó ekki sólskini þar sem hann gæti síðar á ferli sínum komið fram opinberlega og þá er ekki hægt að hafa nánast myrkur eða hvað?

Sá sem stýrir hringnum á einn að ræða við miðilinn en hinir hafi þögn á meðan. Sambandsstjórinn getur allt eins viljað ræða við hvern og einn í hringnum og stýrir hringjastjóri því.

Ekki má undir nokkrum kringumstæðum snerta miðilinn á meðan hann er í transi þar sem slíkt getur valdið honum áfalli.

Hvað næst ?

Eftir skoðun kennarana og tillögum þeirra hef ég ákveðið að fara að þeirra ráðum og færa mig á þessum timapunkti yfir í transmiðlun og dýpka enn frekar þau verkfæri sem ég hef sjúklingum og öðrum til góða og verður það 25.01 2008 í Cober Hill Englandi með Steven og Judith Seaman sem einnig er prestur en að því loknu í Febrúar á Stansted hjá Libby Clark.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.