föstudagur, 6. nóvember 2015

Dýrahirðir og ljósálfur í sveitinni.

Sæl Þór hér er meira úr sveitinni, og skrifað með þroska og skilningi 6 ára drengs úr kaupstað sem aldrei hefur séð belju.

Kýrin er húsdýr, en hana má líka finna fyrir utan húsið. Og hún býr oftast í sveitinni en kemur líka inn í bæinn, en bara þegar hún á að deyja. En það ákveður hún ekki sjálf.

Kýrin hefur sjö hliðar, efri hliðina, neðri hliðina, fremri hliðina, aftari hliðina, eina hliðina, hina hliðina og innri hliðina. Á framhliðinni er höfuðið og það er til þess að það sé hægt að festa hornin einhvers staðar. Hornin eru gerð úr horni og þau eru bara skraut.

Þau geta ekki hreyft sig en það geta eyrun. Þau eru við hliðina á hornunum. Kýrin hefur tvö göt framan á höfðinu. Þau heita kýr-augu.

Á afturhliðinni er halinn. Hún notar hann til þess að reka í burtu flugur svo að þær detti ekki í mjólkina og drukkni.

Á efri hliðinni og einni hliðinni og hinni hliðinni er bara hár. Það heitir kýr-hár og er alveg eins á litinn og kýrin.

Neðsta hliðin er mikilvægust því að þar hangir mjólkin. Og þegar mjólkurkonan oppnar kranana þá rennur mjólkin út.

Þegar það er þrumuveður, verður mjólkin súr, en ég er ekki ennþá búin að læra hvernig það gerist.

Beinin í kúnni heita kú-bein. Það er líka hægt að nota þau til að draga út nagla.

Kýrin borðar ekki svo mikið, en þegar hún gerir það borðar hún alltaf tvisvar. Þegar kúnni er illt í maganum gerir hún ost.

Það eru göt í osti. En ég er ekki búin að læra ennþá hvernig hún gerir götin.

Kýrin er með gott lyktarskyn. Við getum fundið lyktina af henni langar leiðir.

Hvolpar kýrinnar heita kálfar. Pabbi kálfanna heitir naut og það heitir maður kýrinnar líka. Nautið gefur okkur ekki mjólk og þess vegna er hann ekki spendýr.

Þegar kúnni er slátrað, hella menn mjólkinni í fernur sem maður kaupir í búðinni.

Fæturnir fjórir eru sendir til smiðsins. Það heitir endurvinnsla

Guðni Sveinsson

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.