fimmtudagur, 26. nóvember 2015

Byssa hér og byssa þar eða hvað.

Ásgeir Þór titlaður yfirlögregluþjónn, en var aðstoðar yfirlögregluþjónn síðast þegar ég vissi.

En hlutirnir breytast hratt, en eitt er víst að þar er réttur maður á réttum stað yfirburðar þekking og reynsla hérlendis og erlendis í vopnaburði og þekki ég drenginn þá illa ef þessi nýja uppskrift að hafa byssuskápa í bílunum og fá kóða símleiðis af aðalstöð til opnunar þeirra sé það sem hann sjái fyrir sér.

Sá sem situr á aðalstöð væntanlega aðalvarðstjóri eða einhver honum æðri tekur þessa ákvörðun væntanlega um beina símamynd hljóð og mynd af vettvangi ekki munnlegt því slíkt er galið.

Þegar fyrstu Glock æfingar fóru fram úti á landsbyggðinni ásamt ströngum leiðbeiningum um skotstjóra að þá var mottóið skjóta til dauða væri vopnið notað á annað borð og því hafnaði ég algerlega og snerti þetta helvíti aldrei eftir að hún fór í byssuskápinn ásamt einum pakka af skotum en hámarksnotkun skota mátti ekki fara yfir 150 á ári.

Aldrei mátti hrófla við þessum dýrgrip án skotstjóra og serimónia rétt eins og setnings Alþingis stæði yfir.

Keypti mér því forláta 9mm skammbyssu Colt alvöru grip ekkert plastdót sem getur staðið á sér í kulda og frosti eða skotsleðinn farinn að slitna.

Minar æfingar miðuðust við að gera viðkomandi óvígan í öxl hendi eða fót en aldrei brjóst og æfði þessa aðferð bara sjálfur sem varðstjóri og ábyrgðaraðili á meðan skotaðstaða var fyrir hendi en síðan fór fólk að týnast um alla koppa og kyrnur í óbyggðum og öryggið þar með fokið og minum æfingum líka.

Henni var síðan komið fyrir í gríðarlega miklu byssusafni eftir að steypt var upp í hlaupið og byssyleyfið lagt inn um leið.

Var bara sáttur við að hitta gömlu 50kr myntina á 15 metra færi og þá viss um að hitta á rétta staði í líkamanum.

Ábyrgðin og refsingin mun alltaf liggja á viðkomandi lögreglumanni sem heldur á byssunni og því nauðsynlegt að hann hafi myndavél staðsetta framan á sér sem tekur upp skýrt hljóð og mynd í hæstu gæðum til að sýna í réttarhöldum sem örugglega myndu fylgja á eftir.

Ég öfunda ekki félaga mina að vera komna í þessa ömurlegu stöðu að þurfa að hafa skotvopn nálagt sér og biðja menn að bíða augnablik á meðan hann sæki gripinn í bílinn ef einhver kæmi til dyra með alvæpni sem enginn vissi um fyrir.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.