Við fórum bara tveir á sitt hvorum bílnum enda vara þetta bara einnar nætur túr á Hveravelli en átti eftir að breytast í eina af mestu martröðum í lífi mínu.
Við komum okkur makindalega fyrir í Hveravalla skála yndislegt veður var en talsvert frost og stilla og nægur snjór.
Fréttist þá af bráðabana á leið frá Húsavík til okkar og vissi ég þá strax að þetta myndi enda með ósköpum enda Guðni rifinn áfram með trega, rétt til að skreppa í næsta skála og kanski kikja í Laugafell á eftir.
Ekki að ræða það sagði ég, ekki matur né bensin í slíka ferð, hvað, ekkert mál bara keyra sagði einhver, og með það sama rakst dekk á aftari hásinginni hjá mér í hraun nibbu og setti gat á belginn, sem þrír tappar redduðu því en þá var ekkert loft því hvorki ég né Guðni höfðum með loftdælu í þessari ferð, en bráðabani auðvitað hafði það í sínum Jeppa og dældi í dekki og taldi hyggilegast að við fylgdum honum eftir ef okkur vantaði loft, og sáust smá svipbrigði á Guðna við þessi orð en ég grænjaxlinn greip það ekki.
Til að stytta greinina, tekur við 4 tima basl bara við að komast upp brekkuna á bak við Laugafell, og sást þá yfir Bárðardalinn smekkfullan af snjó.
Nei takk sagði ég, ég sný við þótt ég þurfi að keyri á felgunum í Hveravelli og var Guðni um það bil að taka stöðuna eins og honum einum er lagið, bilið milli öryggis og skynsemi og með það sama rann Bráðabani af stað á sínum Cruiser og hvarf undir snjóinn og kom upp í Dalbotninum.
Guðni renndi sér næstur og ég síðastur, en þá sá ég stórgrýti í hjólfari vinstra megin og tókst að sneiða í beinu áhlaupi á grjótið þar sem ég var enn að beygja skall felgan utan í með þvílíkum fítonskrafti að stýrisrattið skutlaði mér upp úr sætinu og sturtaði mér á hvolf undir mælaborðið farþegamegin og talsvert baks að losna úr þeirri prísund.
Ekki tók betra við, að ýta snjó á unan sér 1 meter áfram og 2 til baka og svona hjakkað þangað til bensinskammturinn var allur þrotinn hjá mér, en ég komst upp á smá klettasnös þar sem steindrapst á vélinni og ekki lengra haldið.
Guðni stöðvaðist einhverjum hundrað metrum lengra burt og alveg sótsvartur af bræði, að láta glepjast í svona ævintýri allslausir matarlausir bensinlausir, og brátt kláraðist olian líka af tankinum hjá Bráðabana og þá var þetta búið.
Ég var tæpur á tíma með 70 manna veislu í Reykjavík kvöldið eftir og myrkur yfir öllu.
Stærsta fjallatröllið hans Inga ræst út frá Húsavík en hann komst ekki nema rétt að Mýri í Bárðardal sem er innsti bær svo mikið var fannfergið og þá voru sendir 2 bændur á vélsleðum eftir okkur.
Fyrri ferðin gekk vel en við Guðni voru í seinna hollinu og sleðinn minn var einskonar 45hp barnasleði, og vorum við tveir fullorðnir á honum til að toppa þetta allt, því varð annar að hlaupa með og stökkva á enda fór allt á kaf, en framundan var halli ekki mikill en ekki nægt afl til að skáa upp í brekkuna aftur svo að ég varð að húrra af og lenti í jökulsprungu í bikamyrkri og hafði ekki hugmynd um hvað sneri upp og sá þá tungsljósin og einhver ljós á hreyfingu en bóndinn minn fann leið inn í sprunguna og var sleðanum vippað við og hlaupið af stað og allt í bot og reykjarkófið frá vélinni og reiminni eftir því en upp komumst við og heim á bæ.
Næst var að redda sér bílaleigubíl á Akureyri og Guðni skutlaði mér í Varmahlíð þar sem frúin beið min og haldið í bæinn.
Eitthvað dottað á leiðinni en kominn með bullandi hita en mætti í veisluna aðeins seinn og svo skotist um stund í íbúðina sem við höfðum að láni með viðkomu á gömlu slysó í Heilsuverndarstöðinni.
Skoðaður vel þar og lækninum þóttu undarlegir marblettirnir á óæðri endanum sem minntu hann á bögglabera og ekkert talað meira um það.
Veislan kláruð, og hvíld til morguns og þá alheill og haldið heim aftur en segja má að það sé undarleg tilfinning að plompa ofan i jökulsprungu á besta stað en hyldýpi norður af henni þegar ljósin á sleðanum lýstu upp staðinn.
Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.
Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu
____________________________________________________
Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .