fimmtudagur, 30. maí 2019

Hvítu hringirnir utan um augasteinana.

Kona sem var hjá mér í gær var að dáðst að hvitu hringjunum utan um augasteina á báðum augum enn þessu er maður orðin svo vanur að maður kipper sér ekkert upp við þetta lengur.

Fyrir þá sem ekki muna tildrög hringjanna að þá vaknaði ég með þá í Agra í Indlandi eftir viðburðaríka nótt en frúin tók fyrst eftir þessari breytingu augnanna.

Setist í hvíl næsta kvöld og náði ágætis sambandi við minn tengilið í efra og hann tjáði mér að þetta hafi lengi staðið til og alltaf spurning hvort að ég þyldi þá ofan á hækkun spennu í miðtaugakerfinu en þetta hafi gengið mjög vel.

Ég spurði þá um tilgang hringjanna og fékk þau svör að þeir væru til þess að auðvelda mér sýn inn í 2 til 3 víddir í einu og flakka á milli þeirra.

Gleðilegt sumar og síðan fer ég nú í sumarleyfi, nema að einhverjar hamfarir dynji yfir.

Guð blessi ykkur öll og haldið vel hvort um annað.

____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.