Já takk hún var merkileg ferðin til Svíþjóðar svo vægt sé til orða tekið, en áður hafði ég flogið inn í hús kvenn samnemanda mín en þá vorum við að vinna við greiningar bein og vöðva, og sá ég þá svartan lítinn blett en vissi ekki hvað það var, en hún sagði þá við mig að ég væri að skoða son hennar heima í Svíþjóð, en í nýrri greiningu fannst lítið krabbameinsæxli í höfði hans á milli heilahvela sem ekki var hægt að komast að hvorki aðgerð eða gríska og ástandið því mjög alvarlegt.
Við fórum heim daginn eftir og þetta festist í kollinum á mér.
Mínir sérfræðingar vildu vinna með meinið og taka mig með til að sjá hvernig þeir vinna, og með það sama fannst mér ég fljúga á ógnar hraða og kom á hvolfi í tvílyft einbýlishús og inn í herbergi á efri hæð þar sem móðirin sat líka yfir drengnum sínum sem var stofnaður, og hún varð okkar strax vör sá mig greinilega.
Aðgerðin var gerð í gegnum nef drengsins og á milli hvelanna og tóku æxlið mér til undrunar.
Hún sendi mér tölvupóst strax sem ég las, og lýsti ég síðan litrikum náttfötum hennar sem var rétt, þetta færði mér sönnur á að ég hefði farið á flakk, og mánuði síðar var tekin önnur mynd af höfði drengsins til að kortleggja staðsetningu á æxlinu sem þá fannst ekki.
Síðustu fréttir af drengnum komu rúmu ári síðar, en þá var hann hress og kátur spilaði fótbolta og mikill smáhestur.
Góðar stundir
Þór Gunnlaugsson
____________________________________________________
Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .