Bréfið þurfti ég að lesa nokkrum sinnum yfir en þar þakkar hún honum fyrir lækningar sérstaklega á konu sem var að verða blind en fékk sjónina aftur yfir nótt.
Síðan fylgja hvatning um að halda þessu starfi áfram og þar fæ ég enn einna sönnun fyrir að pabbi minn Gunnlaugur hafi verið miðill og heilari sem fór hljótt. Þetta gladdi mig mjög mikið að ég skyldi feta í hans fótspor.
Magnestiskur trans er eitthvað sem enginn ætti að leggja fyrir sig þótt hann sé auðveldari, en fleyri hættur fylgja þeirri tegund og nauðsynlegt að hafa vanan miðil hjá sér. Hætta er á að farvegurinn fari ekki inn í miðlunar slóðina og geti lent í vandræðum.
Ég man eftir tilviki þar sem ég var fyrir tilviljun staddur á finum miðilsfundi á Vesturlandi, og þegar miðillinn var kominn ca. 15 min inn í fundin þá fann ég að mínir menn höfðu sett mig í kennslumót þótt ég væri ekki að kenna, og athygli mín beindist að miðlinum sjálfum svo að ég bað um hlé á fundinum og vatn að drekka fyrir miðilinn, en það dugði ekki , og aðspurð um heilsufar sitt kom í ljós að hún væri sykursjúk og þyrfti að sprauta sig tvisvar á dag, en seinni mælingin sú sem mest lá á fyrir sýninguna hafði gleymst.
Nóg var af sykurdjúsum á staðnum og gat ég sett miðlunina aftur í gang um 15 mín síðar en fundurinn tókst vel þótt þetta hafi komið upp.
____________________________________________________
Ég ætla að taka upp gamlan sið aftur, að fá handskrifaðar hjálparbeiðnir í lokuðu umslagi í póstkassann minn að Suðurlandsbraut 68 a.
Sama gamla gjaldið er fyrir þessa þjónusu, og eins fyrir að koma sem er mjög áhrifríkt, samanber svarbréfin sem ég fæ óumbeðið, og sem gleður inn í hjartarótina.
Góðar stundir í hans heilaga nafni.
Þór Gunnlaugsson Heilunar og transmiðill
Suðurlandsbrautt 68 a
108 Reykjavík
____________________________________________________
Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .