laugardagur, 2. janúar 2016

Komist á áfangastað í Indlandi.

29. desember. 2014. Eldra Efni.
Góðir lesendur

Það tók okkur alls 36 klst að komast frá Íslandi til Agra í Indlandi með biðtima á Heathrow flugvelli í London.

Eftir 9 klst flug til Delhi var bílstjórinn mættur með Limosin ( Indversk útgáfa af Toyotu ) sem virðist í þarlendri framleiðslu, hafa minnkað stórlega að innanmáli.

Það má með sanni segja að bílstjórinn Sangri Singh hafi verið loftfimleikamaður með jeppaleikfang í höndunum því að oftar en ekki lokaði ég bara augunum þar sem öllu ægði saman, 4 manna fjölskyldu á skellinöðru, 6-8 manns á ( Riksjaw 3 hjóla vespum fyrir bílstjóra og 2 farþega ), Reiðhjólataxi ( reiðhjól með kerru fyrir 2 farþega ), vörubílum, heilögum kúm og gangandi fólki, allt í bland á nánast einbreiðum götum, og svo ótrúlegt að þetta sé framkvæmanlegt.

Væru göturnar tvíbreiðar þá var bara ekið í þrefaldri röð og bílflauttur þeyttar óspart alla 240 km sem við þurftum að aka frá Delhi til Agra ( tók 5 klst ).

Þetta fólk er afskaplega aðlaðandi í framkomu, en allt kostar pening og bara að horfa á þá kostar 10 rúpiur.

Skreppa til að losa, var mættur þjónn til að opna krana í handþvott og hefur við hendina bréf þurrkur og bros í kaupbæti 20 rúpiur takk.

Ég hef aldrei verið eins þreyttur svo ég muni eftir á æfinni, eins og ég var við komuna á luxushótelið í Agra, sem ég fékk í gegn um ferðaheildsala á spott prís. Svo mikil var þjónustan frá fyrirtækinu sem ég samdi við um að sækja okkur á flugvöllinn og fara með okkur það sem við þyrftum í Agra, og aftur út á völl að einn var mættur í gestamóttökuna til að fylla út innritunargögn þar sem betur fer því að kallinn var bara alveg búinn.

Skoðunarferð Fort Agra


Í morgun mætti bílstjórinn Singh á slaginu Kl. 09.00 en kom með ungan mann Pradeep Sharma með sem reyndist vera leiðsögumaðurinn okkar næstu 2 daga og var haldið til Indverskt Fort Agra.

Eitthvað var í fari þessa unga manns sem ég skynjaði og þegar ég skoðaði hann betur kom í ljós að hann er mjög næmur og trúr, og fékk ég á tilfinninguna að það hafi ekki verið tilviljun að hann mætti sem leiðsögumaður og átti eftir að koma í ljós. Hann kom inn á hótelið þar sem við gátum spjallað saman yfir kaffibolla á meðan Singh beið úti. Þá kom í ljós að pilturinn stundar íhugun og joga og með smá tengingu þá sá ég að hann sæi liti og fengi senda drauma sem alltaf rættust.

Þetta kom á hann enda hafði hann aldrei hitt neinn sem hafi getað séð þetta og eftir smátengingu við hann þar sem hann fann orkuna koma að sér þekkti hann strax hvað var í gangi og varð afar hugsi.

Ég upplýsti hann um systur hans sem væri mun næmari en hann en hlédræg vegna stöðu sinnar og reyndist þetta allt vera rétt.

Lagt var af stað í Fort Agra en þar voru afar sterk áhrif á mig og spurði hann mig oft hvort að ég skynjaði eitthvað á vissum stöðum í höllinni áður en hann útskýrði sjálfur og reyndist það einnig rétt.

Komið var við á heimleið í gullverslun í eigu sömu fjölskyldu, í nærri 6 aldir og keypt þar smávegis en eldri kona klædd rauðri skykkju með gull á hverjum fingri fylgdi mér um búðina en hún var að handan.

Sonurinn rekur þetta í dag en faðir hans háaldrað snyrtimenni var þarna einnig, og fór sú gamla oft í kring um hann. Ég spurði soninn hvort kona hafi verið við stjórn fyrirtækisins fyrir langa löngu og lýsti henni eins vel og ég gat en hann kannaðist ekki við að svo væri.

Ekki var gefist upp og sá gamli spurður og kom bros á andlitið og sagði að langalangaamma hans hafi unnið bak við tjöldin heima við að skoða óunnið silfur gull og aðra eðalmálma, þar sem hún hafi haft þetta í sér að meta rétt gersemi frá rusli en konur hafi ekki mátt vera útivið að degi til.

Hann kannaðist strax við lýsinguna á konunni og klæðnaði og þeim skartgripum sem hún bar enda all sérstæðir teiknaðir af henni og smíðaðir af fjölskyldumeðlimum. Þessi heimsókn til hans var afar sérstæð fyrir hann og ekki síst leiðsögumanninn okkar Praadep að hann varð eins og einhver hafi fært honum gull í hendurnar. Kaffi, vatn á flöskum var bara hluti pakkans fyrir utan smá handsaumað listaverk af heilaga hofinu í réttum hlutföllum 2×2 metrar saumað úr gulli og silkiþráðum á 10.000 dollara en það tók 3 ár að gera það.

Þessu litlu viðskipti sem við gerðum þarna fóru fram að gömlum sið sem sú gamla setti upp í byrjun og viðhaldið síðan.

Eftir þetta var farið heim á hótel í hvíld enda um 40°C og raki eins og í gær. Pradeep var svo hrifinn af eiginleikum minum og því sem ég sá i honum og systur hans er rétt, að hann bauð okkur hjónunum í persónulega heimsókn heim til fjölskyldu sinnar á morgun og var það þegið .

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.