Eitthvað fór hugurinn á kreik því að komin var á fundur með mínum mönnum sem ekki hafði verið boðað til, og var einskonar kvikmyndasýning.
Það sem fyrir augun bar voru skelfilegar sýnir af hundruðum milljóna sveltandi fólks á leið frá Kongo eitthvað í leit að mat, og var níðingsháttur skæruliða á vegi þeirra skelfilegur.
Þeir upplýstu mig um að í haust að okkar tíma yrði um 1 milljarður flóttamanna á ferðinni fram og til baka á leið í fyrirheitna löndin um allan heim, en allsstaðar mætt með mótlæti og engan mat að fá.
Við þyrftum að vera á varðbergi þar sem okkar land þyldi ekki svona fjölda flóttamanna þar sem sumir okkar eigin þegna væru í svelti en færri það ekki hátt.
Við hefðum þó sýnt göfuglyndi og skotið skjólhúsi yfir hinsegin fólk sem væri fætt svona og ill meðferð heimilisfólks þeirra hefði enga þýðingu.
Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.
Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu
____________________________________________________
Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .