Hann gat sagt eitt orð í einu á meðan hann barðist við að draga andann en sagði krafta sína þrotna til að anda sjálfur og því ekkert annað í stöðunni en að fá hjálp öndunarvélar.
Sendi þá hugsun yfir verður þetta svona að fólk hreinlega kafni og láti lífið þegar krafta þrýtur.
Svarið var einfalt að því miður væri þetta svona og lýsi kannski vel hræðslu Trump's að beita bílaframleiðandanum GM til að auka enn á framleiðslugetu sína við samsetningu á öndunarvélum.
Þetta er táknrænt fyrir þær sakir að eina vél þurfi fyrir hvern sjúkling á spítala eða velja hverjir fái að lifa aðeins lengur eða deyja strax.
Við vitum hverjir eru að koma yfir til okkar og hvenær upp á sekúndu og því eru nánustu aðstandendur hér tilbúnir að taka á móti sálinni.
Skiljanlega er mikil hræðslan við hin óvæntu endalok.
Við getum sagt að slík hræðsla sé óþörf.
Það breytir í raun engu úr hvaða sjúkdómi viðkomandi fer allir eru undir sama hatti nema krabbamein.
Við bendum á fundi með þér að fólk sem hefur lifað góðu lífi fram að 70 ára aldri og greinist með krabbamein.
Þá kemur upp samviskuspurning hvort leggja eigi viðkomandi í mjög erfiðar lyfjasulls meðferð og kannski fá einhverja mánuði til viðbótar við hörmungar heilsu en fyrsta árið fer í að jafna sig eftir eiturmeðferðina.
Getur þá líknandi meðferð komið þarna inn en læknum er þar settur stóllinn fyrir dyrnar að ekki megi fara yfir strikið í verkjastillandi meðferð eða á sjúklingur hljóðandi af kvölum eitthvað um það að segja hvort stillingu sé náð.
Gangið hægt um gleðinnar dyr.
Þór Gunnlaugsson
____________________________________________________