Sjúklingur kom með ágæta spurningu til mín í gær að lokinni heilunarmiðlun þar sem látin móðir hennar ætlaði að komast að og eiga orð við dótturina, en þar sem þetta var óvænt gekk okkur illa að samstilla talstöðina mina þannig að það gengi eftir, en skilaboðunum var komið til hennar með innprentun á heilastöð mina og reyndist rétt.
Umrædd kona elskuleg en stjórnsöm hafði alltaf haft lokaorðið blessunin, og var ekki á þeim buxunum að láta það ekki ganga eftir núna enda með áríðandi skilaboð til dótturinnar um matarræði hennar sem hún kannaðist strax við og þekkti þar takta látinnar móður.
Konuna langaði að fræðast um munin á heilunarmiðlun og vökumiðlun, ásamt skyggnilýsingu og taldi ég þetta ágætt efni í smá pistil eftir að ég hafði gefið henni lýsingu á þessum miðlum eins og ég sé þau.
Tengingar fyrir heilunarmiðlun þurfa að vera sterkar og því sóttar á mun hærra tíðnisvið en vökumiðlun svipað og 3 hæð og 7 hæð svo ég noti líkingarmál.
Þó kemur það fyrir á leiðinni til baka að heilun lokinni að þeir sem vinna með okkur koma með skilaboð til viðkomandi sjúklinga í stöku tilfellum og er sjálfsagt að koma þeim áfram en sú tenging gerist ekki fyrr en heilunarmiðillinn er komin að 3 hæðinni á leiðinni niður.
Vökumiðlun getur verið lestur úr áru viðkomandi eða bland af hvortveggja lestri og tengingu þar sem frekari upplýsingar eru sóttar en það fer allt eftir þjálfun miðilsins og styrk.
Skyggnilýsing finnst mér persónulega vera eins og að mæta tveimur farþegalestum úr sitt hvorri áttinni þar sem pökkum með upplýsingum er skotið til miðilsins sem þarf að vera eldfljótur að ná þeim greina og koma til skila.
Þetta getur verið nokkuð strembið en lítið gagn er í því að koma með grófa lýsingu á einhverjum manni þybbnum með skegg til aðila í sal án þess að með fylgi fullt nafn hvaða skilaboð hann sé með og hver eigi að fá þau án þess að veiða fundarmenn sjálfa.
Grófari lýsingar eins og hér að ofan gætu gengið í marga fundarmenn og skapað vandamál fyrir miðilinn en því nákvæmari sem upplýsingar að handan eru því minni hætta er á slíku.
Þá geti verið nauðsynlegt að fá hjálpendur til aðstoðar með viðbótarupplýsingar að sækja þær en ekki má stöðva flæðið og taka verður áfram við pökkum að handan og gripa um leið viðbótarupplýsingar sem hjálparaðilar hafa náð í fyrir einhvern í salnum.
Best er til að ná fram miklum krafti og orku að hafa fundinn mjög léttan hláturmildan og skemmtilegan því að þá næst meira magn upplýsinga.
Grafarþögn og dumbungur í sal er ávísun á lélegan fund sem hefur ekkert með miðilin sjálfan að gera.
Garðar Jónsson mðill var með skyggnilýsingarfund sem ég fór á í fyrsta skipti með honum árið 2006 og var sá fundur gott dæmi um léttleika og feikna orku sem skapaðist á fundinum og hafði hann rætt við tvo gesti þegar hann kom til min og kvaðst vera með sendingu til min það væri munkur sem hafi ekki verið í jarðvist en vildi vinna með mér og hvort ég vildi taka við honum.
Ég játti því og hefur hann verið min stoð og stytta síðan.
Stundum fannst mér Garðar verða eins og ballettdansari þegar hann sveif um salinn en eftir að ég náði skilningi á skyggnilýsingu áttaði ég mig á því að hann væri að gripa pakkana sem komu með lestunum og koma þeim til skila á snilldarlegan og persónulegan hátt sem honum væri einum lagið.
Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.
Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu
____________________________________________________
Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .