miðvikudagur, 11. nóvember 2015

Rauði kross Íslands hvetur fólk ?

Eru þú og þín fjölskylda í stakk búin til að geta verið í þrjá daga, sambandslaus við umheiminn komi til alvarlegra hamfara á Íslandi?

Ertu með öll lyf, vasaljós og vatn á flöskum til staðar?

Rauði kross Íslands hvetur fólk um þessar mundir til þess að eiga til staðar svo kallaðan viðlagakassa, kassa sem geymir ýmis tæki og tól sem gætu reynst okkur vel til þess að takast á við slíkar hamfarir.

Kassinn þarf að vera þar sem auðvelt er að nálgast hann og fylgjast þarf vel með því að hlutirnir sem í honum eru renni ekki út, til dæmis lyf, þurrvara og vatn.

Heimilin þurfa að geta verið sjálfum sér næg ef kemur til alvarlegra hamfara og mega ekki vera of háð utanaðkomandi aðstoð.

Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.

Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.