Það væri gaman að heyra ef að einhver hafi upplifað svipaðan hlut og ég fékk að upplifa?
Ég sit í eldhúsinu og er að skoða mig um á netinu, allt í einu er eins og það fari kaldur gustur um mig allann, ég fæ gæsahúð (eins og það sé ekki nóg að hafa sundfit á milli tána),lít yfir gleraugun í áttina að ísskápnum, og það er eins og einhverskonar skuggi fljóti fram á móti eldavélinni.
Stuttu seinna fer eldhúsviftan á fullan snúning, ég verð kaldur aftur (orðinn hálf kvefaður af þessu öllu saman), ég kalla á bróðir minn, og spyr hann hvort að hann sé að trixa eitthvað með mig?
Hann spyr hvað ég meini með því?
Ég svara, heyrir þú ekki að eldhúsviftan er á fullum snúningi, hann svarar því játandi, en hélt að ég væri að laga mat. Ég hef ekki hreyft hvorki legg né lið frá borðinu, þá horfir hann í kring um sig og segir "jæja mamma mín, líkar þér ekki baconliktin hérna í eldhúsinu" og gékk út úr eldhúsinu, sem ég gerði geysilega snöggt líka...
Líði ykkur öllum sem best!
Ragnar B
Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.
Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu
____________________________________________________
Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .