miðvikudagur, 11. mars 2020

Stutt saga av skjótum bata.

Fékk skemmtlega upphringingu frá manni sem hafði séð mig oft í sjúkraþjálfuninni Bata, og spjölluðum við stundum saman.

Fyrir nokkrum árum var verið að hífa 5 tonna stálbita upp á vörubílspall þegar önnur stroffan slitnaði og bitinn lenti á honum og kramdi hægri fót hanns, en með tugum aðgerða tókst að lappa upp á hann sem stóð yfir í nokkur ár enda aðeins einn vöðvi eftir nothæfur.

Svo var það segir hann, að fyrir þrem árum hafi hann sótt mig heim vegna stanslausra verkja í hæri fæti, en um leið og hann kom inn í herbergið hafi ég farið að tala um sárið á fætinum sem ekki gréri og mér hulið en sá samt honum til mikillar undrunar.

Umrætt sár sýndi batamerki strax næsta dag en fyrirhuguð var heimsókn til sérræðings út af því, hann klóraði sér í höfðinu og botnaði ekkert í þessum skjóta bata en sárið greri alveg á fimm dögum og lauk þar með rúmlega þriggja ára baráttu.

Svona er lifið og kærleikurinn í dag.

Finnst eins og þeir muni koma og biðja um fund í dag.

Gangið hægt um gleðinnar dyr.

Þór Gunnlaugsson

____________________________________________________

GESTABÓK - Guestbook.