fimmtudagur, 12. mars 2020

Er það vírusinn sem verður skotinn niður

Kórónavírusinn hefur farið svo illa í bandarikjamenn að metsala er í bysuverslunum, en hvers vegna?

Er það vírusinn sem verður skotinn niður, eða er það eitthvað annað og hættulegra sem er í gangi.

Svo gæti verið þar sem efri deild þingsins skilgreindi upp á nýtt umráðasvæði húsráðanda sem mætti beita refsilaust skotvopni ef hann/hún teldi sér ógnað af ókunnugum og fella mætti viðkomandi, en tekið fram að einkennisklæddir aðilar á vegum rikisins væru utan þessara marka.

Áður fyrr þurfti húsráðandi að ræða við komumann og mátta einungis beita vopni innan veggja heimilis sem hefur verið útvikkað að girðingu við heimilið.

Hjálpi okkur heilagir ef sýktir flækingar nálgast hús í leit að hjálp.

Gangið hægt um gleðinnar dyr.

Þór Gunnlaugsson

____________________________________________________

GESTABÓK - Guestbook.