Sæll Guðmundur.
Ég skal biðja þá um að skoða þetta hjá þér
Kveðja
þór Gunnlaugsson
3.12.2014 kl. 7:08
______________________________________________________
Sæll Þór
Langaði að athuga hvort þú gætir haft orð við læknana þína, að líta aðeins á hægri öxlina á mér finn ávallt fyrir verkjum og vakna oft upp við verki.
Kveðja
Guðmundur E.Joelsson
30.11.2014 kl. 22:31
______________________________________________________
Þakkir
Takk Þór minn fyrir gæskuna þína alltaf
Stefanía
12.11.2014 kl. 3:40
______________________________________________________
Sæl aftur Bjarndís.
Hefur þú fundið vott af birtunni inn í hjartarótina.
þór gunnlaugsson
8.10.2014 kl. 11:32
______________________________________________________
JÓHANNA HAUKSDÓTTIR.
Sæll, ég talaði við þig fyrir Jóhönnu, nú kemst hún ekki í aðgerðina í dag, allt fullbókað, en verður á spítalnum í dag og þetta verður gert á morgun,
Kveðja
Anna J Alfreðsdóttir
7.10.2014 kl. 15:43
______________________________________________________
JÓHANNA HAUKSDÓTTIR.
Sæll Þór, vinkona mín Jóhanna Hauksdóttir Snorrabraut 56 b, Vinkona Kristbjargar Kjeld, bað mig um að senda þér kveðju, hún er komin á hjartadeild og á að fara í aðgerð. Fór óvænt upp á spítala í gær. Á að fara í aðgerð á eftir,
Anna J Alfreðsdóttir
7.10.2014 kl. 14:00
______________________________________________________
Sæl Bjarndís.
Ég skal gera þetta en ef þú ert í bænum ættum við að hittast
þór Gunnlaugsson 6926009
23.9.2014 kl. 20:38
______________________________________________________
Þunglindi allt svart og bakið.
Sæll Þór ég er búin vera þunglindis sjúklingur í mörg ár og rosalega slæm í baki,mig langar að vita hvort þú getur sennt mér ljós og fundið birtuna. Kveðja Bjarndis S Jóhannsd.
Bjarndis S Jóhannsd
10.9.2014 kl. 23:21
______________________________________________________
Svar til Jóhönnu
Sæl Jóhnna. Lungnaþemba er það versta næst kyrkingu sem fólk lendir í, og nær ekki andanum. Misjafnt er hversu illa lungun eru farin stundum er skorið neðan af þeim til að bæta líðan, en ég skal biðja mina menn að lita til þín.
Kveðja
Þór Gunnlaugaugssson
9.9.2014 kl. 9:41
______________________________________________________
Lungna þemba.
Ég hef legið í rúma 3 mánuði á sjúkrahúsi vegna versnunar á lungnaþembu og datt í hug hvort þú gætir hjálpað mér? Kveðja.
Jóhanna
31.8.2014 kl. 19:23
______________________________________________________
Sæl vertu.
Já það er dimmt yfir í augnablikinu, en hægt og sígandi kemur til þin ljós sem þú þarft sjálf að taka við og nýta vel.
þór Gunnlaugsson
30.8.2014 kl. 11:57
______________________________________________________
Sæll Þór.
Mig langar svo að vita hvort að það fari ekki að birta til hjá mér ? kveðja ein mjög áhyggufull.
Guðný
27.8.2014 kl. 17:13
______________________________________________________
Batahorfur
Sæl Drífa min. Það á ekki af þér og þinni fjölskyldu að ganga að vera bæði með dótturina og systursonurinn líka. Hefur dóttgurin ekki verið vakin almennilega en þá?
Það eru sterk bein í stráknum en löng þjálfun framundan hjá báðum.
þór Gunnlaugsson
16.8.2014 kl. 11:27
______________________________________________________
Batahorfur dóttur minnar og systursonar.
Sæll það sem mig langar að vita hverjar bata horfur verða hjá dóttur minni en hún var í lífshættulegri aðgerð fyrir 6 máuðum, og svo hjá systursyni mínum en hann lenti í alvarlegu slysi fyrir cirka mánuði síðan, Kærar þakkir <3 <3
Drífa Lárusdóttir
16.8.2014 kl. 2:54
______________________________________________________
Takk fyrir mig!
kæri Þór, enn einu sinni hef ég þegið aðstoð hjá þér. Það kemur vel út og mikið gott að koma. Ég sef vel, 10 tíma síðastliðna nótt.
Verkurinn er minni og hefur eins og „runnið til“í fætinum, á leið út. Ég ætla að vera bjartsýn og trúa á að það komi bjartari tíð til mín, og sólin sé bak við skýin bæ í bili… kærleiks kveðja frá
Fríða Björg þórarinsdóttir
6.2.2014 kl. 18:01
______________________________________________________
Kæri Þór
sæll og blessaður. Mig langar að biðja þig um að senda mér aðstoð. Ég fékk slæma flensu í byrjun des. og það liggur við að ég losni ekki alveg við hana. Þú og þínir vita líka „hvar skórinn þrengir“ hjá mér. Það er frekar eimannalegt og dapurt hér. Ég er samt þakklát og „tala“ við þessar elskur sem ég er viss um að eru í kringum mig. Kærleikskveðja
Fríða Björg þórarinsdóttir
30.1.2014 kl. 21:45
______________________________________________________
Sæl Berglind.
Einhverra hluta vegna er leghálsinn of víður, og vöðvar slakir og svo gæti farið að það þyrfti að sauma saman leggöngin, og hún liggi það sem eftir er. Við gerum okkar besta og við fengum litla prinssessu í blokkina hjá okkur sem þeir veittu aðstoð við að koma frjóvgun í lag.
Þór Gunnlaugsson
12.1.2014 kl. 23:36
______________________________________________________
SHS
Þú ert einstakur Þór. Takk fyrir alla hjálp.
SHS
11.1.2014 kl. 16:56
______________________________________________________
Bæn.
Elsku Þór. Viltu senda strauma þína upp á kvennasvið LSH. Þar liggur ung kona sem komin er 25 vikur á leið með litla prinsessu sem er að reyna að koma alltof snemma í heiminn…
Berglind
5.1.2014 kl. 5:08
______________________________________________________
Þakkir fyrir traustið
Ég vil koma á framfæri miklu þakklæti til þeirra sem rita í gestabókina hér enda gleður það mitt hjarta þegar vel tekst til. Fólki er velkomið að hitta mig í einkatima en það er langt síðan ég fór af stað aftur og bakið er allt að koma til.
Þór Gunnlaugsso
30.10.2013 kl. 14:50
______________________________________________________
Hvernig þakkar maður fyrir lífgjöf ?
Ég segi það er ekki hægt, ekkert sem maður segir gerir eða hugsar nær að lýsa þakklætinu.
Ég hef samt óstjórnlega þörf fyrir að þakka öllum sem komu að því að bjarga tvítugum systursyni mínum þegar hann fékk hjartastopp núna á fimmtudaginn. Stúlkurnar tvær sem voru að skutla honum heim þegar þetta gerðist, þær hringdu í 112 og kölluðu eftir hjálp þrátt fyrir að vera algjörlega og skiljanlega í öngum sínum yfir því sem þær urðu vitni að.
Mikið er ég þakklát að hann var ennþá í bílnum hjá þeim þegar þetta gerðist, mikið er ég þakklát að bílstjórinn keyrði nákvæmlega á þeim hraða sem hún keyrði á þannig að frændi minn var ekki farinn út úr bílnum að ganga restina af leiðinni eins og planið var.
Mikið langar mig að þakka henni Bylgju elskulegu Bylgju, stúlkunni sem ég hef aldrei séð frekar en hinar tvær stúlkurnar sem voru með honum. Bylgja kom að á hárréttum tíma og með aðstoð enn eins aðila tókst þeim að koma frænda mínum út úr bílnum svo hægt væri að hefja hjartahnoð.
Mikið er ég þakklát sjúkraflutningafólkinu sem hnoðaði hann alla leið upp á spítala og öllum á spítalanum sem tóku við honum og komu hjartanu hans í réttan takt og kældu hann niður til að vernda heilann. Og síðast en ekki síst er ég óendanlega þakklát honum Þór sem tók svo vel í það þegar ég hringdi í hann seint á fimmtudagskvöldi og bað hann um að gera allt sem hann gæti til að hjálpa systursyni mínum.
Það stóð ekki á svari hjá honum eins og þið öll hér getið ímyndað ykkur, já hann skyldi fara með sínu fólki strax að athuga málið. Hann vann með sínu fólki nær sleitulaust, fram eftir nóttum til að ná frænda mínum til baka og það tókst.
Elskulegi frændi minn var byrjaður að rumska tveim sólarhringum eftir áfallið þó hann væri ennþá í fullri svæfingu. Í dag aðeins þrem dögum síðar er drengurinn vaknaður sprækur sem lækur, talar, brosir, skilur og hreyfir sig eins og enginn sé morgundagurinn.
Við fjölskyldan trúum þessu varla ennþá og erum óendanlega þakklát fyrir þetta kraftaverk !
Ég segi aftur þakklætið sem við upplifum verður ekki lýst í með orðum, hugsunum eða gjörðum en ég varð þó að reyna að koma þessu frá mér.
Ástar þakkir Þór fyrir alla aðstoðina, ég er búin að senda þakkir eitthvert útí loftið með von um að þínir samstarfsaðilar nemi það en ef það skyldi ekki hafa skilað sér þá máttu endilega koma því til skila til allra sem að komu.
Kveðja Margrét.
28.10.2013 kl. 21:24
5.4.2013 kl. 9:36
„En sá sem iðkar sannleikann kemur til ljóssins svo að augljóst verði að verk hans eru í Guði gerð.“ Jóh 3:21
Kærar þakkir fyrir alla hjálpina Þór og skilaðu kærri kveðju til aðstoðarmanna þinna.
______________________________________________________
Stefanía / Fyrri Hluti.
Með nokkrum orðum langar mig að deila með ykkur sögu um leið og ég vil þakka Þór og hans aðstoðarfólki þá hjálp sem ég er fullviss um að veitt var helgina 12-14 jan s.l.
Sjúkdómar eru margir sem þjóðir hrjá, sumir mjög alvarlegir og ill læknanlegir svo sorglegt sem það er, þó bregður sem betur fer oft birtu yfir og lækning er veitt er það vel.
Tækni og kunnátta gerir aðra sjúkdóma vel læknanlega ef sjúklingar komast tímalega í hendur lækna, það er gleðilegt og þakkarvert.
Hjartasjúkdómar eru ættlægir í minni ætt og herja jafnt á unga sem eldri, oftast er fyrirvari engin og engu bjargað því miður. Þannig hafa mínir nánustu ættingjar fallið frá fyrirvaralaust.
Mér brá því hastarlega í byrjun árs þegar sonur okkar 41 árs kom og sagði okkur að hjá honum hafi fundist alvarleg stífla í kransæð, við vissum að hann hafði farið í rannsókn vegna einhverra verkja en alls ekki að ástandið gæti verið alvarlegt.
Myndataka sem gerð var rétt fyrir jól sýndi að ástandið var mjög alvarlegt. Stóð til að hann færi í þræðingu til að kanna ástandið en ekki vitað hvenær það yrði, átti hann að láta vita ef verkir ágerðust.
En það var einmitt það sem gerðist verkir ágerðust hratt og móðurhjartað sló örar, ræddi ég við lækni hér á staðnum en við búum á landsbyggðinni, setti hann ákveðið ferli af stað í samráði við hjartalækni, en þá var tæki bilað í Rvk svo ekkert var af því, 12. jan var ástandið orðið svo slæmt að hann fór til læknis sem sendi hann í sjúkrabíl í hasti til Rvk mjög veikan á bráðamóttöku, þar sem læknir og hjúkrunarfólk tók á móti honum.
Voru ýmsar rannsóknir gerðar og allt gert til að koma í veg fyrir stanslausa hjartaverki sem hann var með, seint um kvöldið settist ég skjálfandi við að skrifa Þór sem ég setti allt mitt traust á.
Stefanía
29.1.2013 kl. 10:56
______________________________________________________
Stefanía.
Svar barst frá Þór kl 06.00 að morgni með góðum orðum að hjálp yrði veitt, róaðist ég þá verulega, en þennan hálfa annan sólarhring sem beðið var eftir að þræðing færi fram var okkur mjög erfiður, virðist mér þó svo skrítið sem það er sem að okkur hafi verið gefið eitthvað slakandi.
Áður en ég skrifaði Þór var uggur í mér vitandi um bilaðan tækjakost og hið gríðalega álag á lækna og hjúkrunarlið sjúkrahúsana sem við treystum þó fullkomlega.
Mig langar að segja að í ljósi þess sem fram kom við þræðinguna hve alvarleg stíflan var þá er ég viss um að hjálpin frá Þór hafði mikið að segja hve vel aðgerðin tókst hjá okkar læknum.
Ég er óskaplega þakklát fyrir að Þór hafi sitt góða aðstoðarfólk sem getur staðið með læknum okkar og styrkt í erfiðum aðgerðum á þeim mjög svo alvarlegu tímum sem heilbrigðiskerfið okkar þarf að glíma við.
Kæri Þór við þökkum kærlega bænir og og hjálp, Guð blessi störf þín og alls þíns fólks nú og í framtíðinni.
Endalaust þakklát móðir og fjölskylda.
29.1.2013 kl. 10:57
______________________________________________________
Sesselja Pálsdóttir / Fyrri Hluti.
Tveimur dögum síðar fékk ég Þór til að heimsækja systur mína á sjúkrahúsið í heilandi meðferð, og viti menn, síðan þá hafa hlutirnir heldur betur verið að þróast í rétta og jákvæða átt.
Smátt og smátt er hún farin að tjá sig meira og meira og er komin til meiri meðvitundar varla mánuð síðar. Rúmum tveimur vikum síðar fengum við annan taugasérfæðing til að meta hana öðru sinni, komst hann að þeirri niðurstöðu að hún væri með talsverða meðvitund og þar fram eftir götunum, en hann væri alls ekki bjartsýnn á að hún kæmist nokkurn tímann aftur á fætur.
Honum fannst hún sýna of litlar framfarir og of seint.
Degi síðar fékk ég Þór aftur til að kíkja í heimsókn til systur minnar, og síðan þá hafa hlutirnir þróast enn hraðar í rétta átt. Hún er farin að hreyfa alla útlimi, sýnir meðvitaðar tilfinningar og þekkir okkur öll með nafni og er farin að muna meira og meira, og smátt og smátt hefur sjónin komið til baka þótt enn er langt í land.
Þegar ég rita þessi orð, mánuði og tveimur dögum síðar, hefur hún verið flutt á Grensás í uppbyggjandi og styrkjandi endurhæfingu, eitthvað sem enginn úr læknateyminu hafi séð fyrir.
Já, sagan af systur minni er ein Kraftaverkasaga sem engan endi mun taka, dag hvern sjáum við öll daglegar framfarir á öllum sviðum.
Kunnum við fjölskylda öll, fyrir hennar hönd, Þór og hans aðstoðarfólki að handan, okkar óendanlegu og dýpstu þakkir og lotningu fyrir hans störf í þágu systur minnar og hennar bata.
Við höldum áfram að senda til hennar og annarra ljós og kærleika.
Sesselja Pálsdóttir
20.1.2013 kl. 15:31
____________________________________________________
Stoltur bróðir fyrir hönd systur / Seinni Hluti.
Komið þið sæl, mig langar að deila með ykkur kraftaverka sögu af systur minni sem fékk hjartastopp ekki fyrir löngu síðan, þannig var að um miðjan síðasta mánuð fékk systir mín sem er rétt rúmlega þrítug, hjartastopp.
Hún var hnoðuð og keyrð með hraði á Landspítalann í Fossvoginum þar sem hún var strax sett í kælingu vegna verndunar heilans þar sem kælingin er fyrirbyggjandi aðgerð.
Læknar og sérfræðingar mátu svo að gefa henni þrjá sólahringa til þess að vakna uppúr dáinu, annars væru hverfandi líkur á hún myndi komast til lífs og meðvitundar.
Þremur dögum síðar rétt náði hún að opna augun, en kraftaverkið þegar hér er komið við sögu, var bara rétt að byrja.
Tæpri viku síðar, mátu sérfræðingarnir hana svo að þeir sæju ekki nægar framfarir hjá henni að henni yrði bjargað þar með, þetta var einn skelfilegasti og erfiðast dagur í lífi mínu þegar við fjölskylda hennar og nánustu aðstandendur fengum þessar skelfilegu fréttir.
Þá ákvað ég að hringja samstundis í Þór Gunnlaugsson læknamiðil og tjáði honum þessar fréttir.
Degi síðar var hún keyrð inná Hjartadeild í Landspítalanum þar sem taka átti við líknandi meðferð sem þýddi að ekki yrði um endurlífgun að ræða ef til þess kæmi, en allt annað átti eftir að koma í ljós.
Stoltur bróðir fyrir hönd systur.
20.1.2013 kl. 15:29
____________________________________________________
Það er öllum frjálst að skrifa nafnlaust í gestabókina og þetta sérstaka tilfelli tók á, enda fjarlægðin mikil og dimmt.
Gangi systur allt í haginn við uppbyggingu á Grensásdeild.
Kveðja
Þór Gunnlaugsson
17.1.2013 kl. 16:54
____________________________________________________
Sæl Fríða mín.
Mikið væri nú gaman ef þú gætir nú alveg lagt á hilluna bæði heyrnartækin, en heyrt vel samt. Gangi þér allt í haginn.
Þór Gunnlaugsson
17.1.2013 kl. 16:50
_____________________________________________________
Kærleikskveðja.
Elskulegi Þór, mikið var gott að koma til ykkar.
Það var líka svo skemmtilegt að spjalla við þig, svo svaf ég eins og barn, Bjössi svaf líka betur. Ég var ekki með tækin í gær fyrir vaktina, og á kvöldvaktinni var ég bara með tækið vinstra megin. Einhver létt tilfinning var hægra megin.
Ég þakklát fyrir að eiga þig að, og þinn kærleika sem þú miðlar til okkar sem leitum til þín.
Skrifa þér meira á „thorgu“.
Eigðu góðan dag. Fríða Björg
Fríða Björg
17.1.2013 kl. 10:00
______________________________________________________
Takk.
Bestu þakkir fyrir að hjálpa litlu hnátunni minni hún er miklu hressari í dag.
Sigríður.
15.1.2013 kl. 14:28
______________________________________________________
Kveðja til Þórs.
Elsku Þór, mikið var gott að vera í Bústaðakirkju 3.des.2012.
Yndisleg stund, ég vil þakka þér og þínum fyrir alla aðstoð á liðnum árum. Alltaf ertu tilbúin ef ég skrifa línu og hjálpin kemur.
Ég bið líka fyrir mínum. Það er mikið ljós í kringum mig og ég þarf að mjaka mér meira inní það.
Hafðu góðan dag.
Fríða Björg
9.12.2012 kl. 9:34
_______________________________________________________
Kraftaverk og þakklæti.
Takk fyrir alla hjálpina, hef ekki fundið fyrir nýrnasteinum síðan ég var hjá þér. Nánari skýring var búin að fara tvær ferðir upp á slysó og var gefið verkjalyf í æð vegna nýrnasteinakasts. En með hjálps Þórs og hans fólks hef ég ekki fundið fyrir verkjum. Átti yndilega helgi með vinnufélögum.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir
9.10.2012 kl. 10:34
________________________________________________________
Þakklæti.
Um daginn fékk lítill drengur sem fékk legvatn í lungun og var mikið veikur eftir erfiða fæðingu, eftir mikla og góða hjálp frá þér og þínu fólki, brosir lífið við honum og fjölskyldan alsæl.
Eins hef ég oft fengið góða hjálp fyrir mig og mína.
Ég sendi mínar innilegustu þakkir.
Sigríður.
26.9.2012 kl. 19:00
__________________________________________________________
Kærleikur
Komdu sæll þór þar sem þú hefur oft hjálpað mér í erfiðleikum hjá mér og í kringum mig Langar mig svo innilega að þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur komið til leiðar þú ert einstakur og þér er ætlað einhvað hér Takk takk
Ragnheiður
14.7.2012 kl. 22:46
___________________________________________________________
Kveðja Þór minn til þín og ykkar allra. Þökk fyrir aðstoðina.
Ragna.
14.5.2012 kl. 14:36
___________________________________________________________
Þakklæti.
Kæri Þórir, ég vill færa þér og samstarfsmönnum þínum kærar þakkir fyrir allt sem að þið hafið gert fyrir mig og móður mína, og vill byðja þig að hafa okkur undir ykkar verndarvæng.
Ég byð guð að vaka yfir þér og styrkja þig í störfum þínum.
Kær kveðja,
Baldur Bjarnason
18.4.2012 kl. 20:30
________________________________________________________________
Elskulegi Þór.
Sæll og blessaður, kæri Þór.
Það eru engar meldingar um kyrrðarstund í kvöld í Víðistaðakirkju, með þér.
Verð að reyna að fá vaktaskipti 5.mars.
Ég hugsa oft til þín, með hlýju og þakklæti. Það eru góðir hlutir að gerast í kringum mig, en ég er svolítið hrædd um að sumir fari fram úr sjálfum sér. En þetta skýrist allt, það er mikið af góðum straumum í kringum mig og „strákana“. við hofum orðið vör við það. Þú ert að fara af landinu, las ég hérna, góða ferð og heimkomu.
Kærleikskveðja Fríða Björg
25.1.2012 kl. 19:38
Ég hef leitað til Þórs ma. vegna brjósklos og nýrnasteina. Krópraktor kom bakinu nánast í lag en ég prufaði að fara til Þórs og sjá hvort ég finndi einhverja breytingu. Það varð ekki nein afgerandi breyting þar en það er erfitt að meta þar sem verkirnir voru svo breytilegir. Svo voru það nýrnasteinarnir. Ég var búinn að kveljast heila nótt og æla af verkjum þegar ég óskaði eftir aðstoð frá Þór en þá voru steinarnir komnir niður í blöðru. Aðstoð barst á meðan ég svaf og steinarnir muldir og eftirleikurinn sem ég kveið fyrir varð ekki neitt mál.
SvaraEyðaÞað er þó eitt sem ég er þakklátastur fyrir með aðstoð Þórs að hann hjálpaði mér að bæta tenginguna mína við mitt fólk. Aðeins 3 vikum að mig minnir eftir fyrsta tímann hjá honum var sett á mig sterk tenging í svefni þar sem ég fékk meðal annars að hitta í fyrsta sinn systur mína eftir að hún dó í æsku. Ég hef ekki farið í marga tíma hjá Þór en mitt fólk er samt búið að bæta tenginguna mikið síðan þá. Ég er mjög sáttur með þær dyr sem Þór hefur aðstoðað mig við að opna. Takk fyrir mig gamli. J
Takk fyrir þetta NN Kirópraktorar laga ekki brjósklos sem slíkt en það fer eftir því hvort að liðbelgurinn fer út eða inn og þrengir að mænu og þá er engu að hnykkja. Takist minum læknum að lagfæra bakmeiðsli þá er það varanlegt að minni reynslu en það gæti skotist upp eða niður um einn hryggjalið og búið til nýtt vandamál.
SvaraEyðaÞessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
SvaraEyðaÞessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.
SvaraEyðaSæll Þór
SvaraEyðaég vil endilega panta aftur hjá þér tíma í heilun og kennslu. Ég sakna þess að finna kærleikann og þessa hreinræktuðu gleði sem fylgdi mér svo lengi eftir að ég var hjá þér. Guði sé lof fyrir engla einsog þig.
Kærleiks kveðja,
Berglind Hilmarsdóttir
alveg eins og þú vilt ég verð hér bara að senda mér sms ekki hér inni því ég er ekki alltaf að skoða.
SvaraEyðaSvar til Guðmundar með öxlina að þá ertu að sligast með vöðva yfir axlarbeinið og smá hrúður þar sem rispar vöðvann og veldur verkjum og auðvitað lika þegar þú leggst á koddann.Skoðum þetta mál í kvöld.
SvaraEyðaTakk fyrir kveðjuna Stefania min ekki veitir af.
SvaraEyða