föstudagur, 6. nóvember 2015

Nýliðaferð á Jökla Landsins. 3.

Varmahlíð-Hveravellir- Skiptabakki. Eldra Efni.

Byrjað í matarhorninu í Kaupfélaginu í Varmahlíð og forkrydduð lærin skoðuð en flest voru komin að hungurmörkum við slátrun að mati kokksins og eftir að hafa umstaflað heilli risa frystikistu fannst bláberja kryddað læri 1.6kg að þyngd við botninn en við vorum 2 á ferð. Slatti af beikoni eggjum og öðru meðlæti og örugglega von á óvæntum gestum hugsanlega frá Húsavík.

Fengið sér smá í gogginn á minn mælikvarða sem eru kg en ekki pund eins og kokkurinn reiknar orkuþörfina 8000 hitaeiningar á dag við akstur á fjöllum plús 1000 við leiðsögn í talstöðinni.

Spjallað við veðurparið á Hveravöllum en veðrið var heldur hráslagalegt og stoppað stutt en síðan tekin stefnan að Skiptabakka snyrtilegur skáli Skagfirðinga og gaman að gista þar og setja í baukinn en mér taldist til miðað við innfærslur í gestabókina að andskotans sauðaþjófar og aurasálir á sínum gljáfægðu ökutækjum hafi þótt fullmikið að borga fyrir áninguna.

Svoleiðis kakkalakkar eiga ekki heima meðal manna á fjöllum og ekki einu sinni nothæfir sem lærlingar því þetta er fyrsta boðorðið muna að setja aur í baukinn og þess vegna skulu þeir aftur í lærlingaskóla Kokksins og standast þar öflugt inntökupróf kristinna manna(þú skalt ekki stela)

Kokkurinn kveikti upp í grillinu og gróf innpakkað lambið þar niður og ekki leið á löngu að hungurverkir færu að ágerast þegar ilmurinn barst inn um gluggann og ekki leið á löngu þar til lærið var orðið medium rear alveg eins og það á að vera.

Mobil 1 sósa löguð með hraði og kræsingunum komið á borðið eins og fyrir 4 og kokkurinn skar vænan bita fyrir mig og smjorsteiktar kartöflur og sósa með þvílíkt lostæti en þegar bitinn var búinn var bara ekki pláss fyrir meira. Kokkurinn leit á mig alvarlegum augum og sagði hvað er þetta drengur þú verður að borða til að stækka og verða að manni. Hann hélt áfram máltíðinni á meðan ég gluggaði í skemmtilega bók og þegar ekkert var eftir af kjötinu að þá var náð í græjur og leggurinn brotinn til að sjúga merginn líka.

Verkið var sem sagt fullunnið þarna og kokkinum tókst það sem mér hefði aldrei dottið í hug að geta torgað einn rúmlega 3/4 af lærinu plús merginn einn og svo ropað talsvert og um leið komu hin fleygu orð maður á aldrei að henda mat. Sofið vel um nóttina utan iðrahljóða frá kokkinum bæði upp og niður en allt fór þó vel.

Guðni Sveinsson

Fleyri greinar frá Guðna síðar.

Egið góðan dag.
Skrifað af: Þór Gunnlaugssyni Heilunarmiðli.
Er einnig á lækningasviðinu


____________________________________________________

Farið inn á Gestabók, farið neðst á síðuna og skrifið ósk ykkar um að ég leiti eftir svörum við spurningum ykkar frá vinum okkar að handan.

Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .


GESTABÓK.