Tilgangurinn með því að ganga hér á jörð meðal ykkar og þið meðal hvors annars. Þið sjáið ekki öll tilganginn en það má benda ykkur á að tilgangurinn helgast allur samkennd, hann helgast kærleika og hann helgast því að sjá ljósið í hvort öðru.
Að læra að elska ykkur sjálf skilyrðislaust og að læra að elska aðra og stækka ykkur á þann hátt og maður gæti sagt að reyna að hámarka sig en það er aldrei hægt að ná hámarki þó því vöxturinn heldur endalaust áfram.
Opnið fyrir flæði ljóssins, opnið fyrir það inn í hugann með því að færa ykkur í átt til betri lífs og opnið fyrir það í hjartanu með því að leyfa ykkur að elska. Ekki kryfja og efast um þær tilfinningar sem þið finnið. Leyfið þeim að vaxa og dafna og leyfið nýjum tilfinningum að koma til ykkar.
Þið eruð tilfinningaverur, þið eruð ljósverur og þið lifið því miður of mörg í skugga og án sambands við ykkur sjálf.
Það þarf ekki mikla vinnu til að virkja sig á þennan hátt, bara að gefa sér smá tíma til að opna aðeins fyrir gáttina og leyfa hlutunum að flæða og koma sjálfkrafa.
Það er margt stórt að gerast, stórt á ykkar mælikvarða. Indland, Grikkland, Rússland. Jarðskjálftar, eldgos, efnahagsvandræði og mannvonska sem kemur upp á yfirborð. Spilling.
Ég gæti talið upp lengi, farið varlega og gleymið ykkur ekki í hörmungum ykkar heims, gleymið ykkur frekar í gleði heimsins og því sem veldur góðum tilfinningum en ekki kvíða og vanlíðan.
Það er verið að stilla af orkuna hjá ansi mörgum, það þarf að samræma orkuna við þær orkubreytingar sem hafa orðið á plánetunni og það tekur tíma að finna jafnvægið aftur fyrir ykkur sum.
Það munu verða kraftar sem valda miklum breytingum sem þið eigið eftir að reyna að skilja en vísindamenn ykkar tíma fá engan botn í, enda er kunnáttan takmörkuð.
Það verða breytingar á landi og sjór mun ganga á land jafnframt í kjölfarið og það verður erfitt fyrir ykkur að skilja hvernig eða hvers vegna þett gerist. Ég fer ekki nánar út í það, bíðið og sjáið og látið ekki valda kvíða því kvíði er ekki það sem þið eigið að vera að finna.
Finnið til náungakærleika og gleði, notið hæfileikana til að elska, þið hafið öll þann eiginleika og hæfileika til að elska óendanlega, skilyrðislaust og virkjið það. Byrjið á ykkur sjálfum, þeim sem standa ykkur næst og elskið svo aðra.
Góðar stundir og sýnið hvort öðru umhyggju og velvilja.
Þór Gunnlaugsson
Heilunar og transmiðill
Er einnig á lækningasviðinu
____________________________________________________
Þetta getur ekki orðið einfaldara að hafa samband við mig. .